Möguleikar með epli í eldhúsinu eru nánast endalausir. Þessar eplaflögur gætu ekki verið einfaldari og um að gera að eiga nokkrar svona í góðu íláti þegar að hungrið segir til sín.
Hráefni:
2 meðalstór epli
1/2 tsk kanill
Aðferð:
Hitið ofninn í 135°C. Takið kjarnann úr eplinu og skorið eplið í þunnar sneiðar. Raðið eplunum á tvær ofnplötur sem búið er að klæða með smjörpappír. Stráið kanilnum yfir eplin. Bakið þar til eplin eru næstum því þurr, eða í um 1 klukkustund, en snúið þeim eftir sirka hálftíma í ofninum. Kælið eplin og njótið. Eplin geymast í lofttæmdum umbúðum í tvo daga.