Haustið og veturinn er tími fyrir góða súpu. Þessi blómkálssúpa er tilvalin í skammdeginu og getur lýst upp dimmustu daga.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 stór blómkálshaus, skorinn í litla bita
6 bollar kjúklinga- eða grænmetissoð
3 greinar ferskt timjan
1 lárviðarlauf
salt og pipar
¼ bolli rjómi eða nýmjólk
Aðferð:
Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauknum út í og steikið í 6 mínútur, eða þar til laukurinn er mjúkur. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið síðan blómkáli, soði, timjan og lárviðarlaufi út í og náið upp suðu. Látið malla þar til blómkálið er eldað, í um 15 til 20 mínútur. Takið þá timjangreinarnar og lárviðarlaufið úr pottinum. Notið töfrasprota til að mauka súpuna, bætið rjómanum út í og hitið í nokkrar mínútur. Skreytið með smá olíu og ferskum timjangreinum og berið fram.