fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Settu nokkur hráefni í pott og útkoman er þessi dásamlega súpa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 12:19

Súpa í kvöldmat?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið og veturinn er tími fyrir góða súpu. Þessi blómkálssúpa er tilvalin í skammdeginu og getur lýst upp dimmustu daga.

Blómkálssúpa

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 stór blómkálshaus, skorinn í litla bita
6 bollar kjúklinga- eða grænmetissoð
3 greinar ferskt timjan
1 lárviðarlauf
salt og pipar
¼ bolli rjómi eða nýmjólk

Aðferð:

Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauknum út í og steikið í 6 mínútur, eða þar til laukurinn er mjúkur. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið síðan blómkáli, soði, timjan og lárviðarlaufi út í og náið upp suðu. Látið malla þar til blómkálið er eldað, í um 15 til 20 mínútur. Takið þá timjangreinarnar og lárviðarlaufið úr pottinum. Notið töfrasprota til að mauka súpuna, bætið rjómanum út í og hitið í nokkrar mínútur. Skreytið með smá olíu og ferskum timjangreinum og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna