Margir kannast við kjúkling í Alfredo-sósu, en þessi réttur er tilvalinn kósímatur um helgar. Ekki skemmir fyrir að það er einstaklega einfalt að matreiða hann.
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
2 kjúklingabringur
salt og pipar
1½ bolli nýmjólk
1½ bolli kjúklingasoð
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
225 g Fettuccine-pasta
½ bolli rjómi
1 bolli rifinn parmesan ostur
fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og eldið í 8 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er eldaður í gegn. Leyfið kjúklingnum að hvíla í 10 mínútur og skerið hann svo niður í bita.
Setjið mjólk, soð og hvítlauk á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Náið upp léttri suðu og bætið pastanum saman við. Hrærið við og við í um 3 mínútur og leyfið pastanu síðan að sjóða í 8 mínútur. Hrærið rjómanum og parmesan ostinum saman við og látið malla þar til sósan hefur þykknað. Takið af hitanum og hrærið kjúlingnum saman við. Skreytið með saxaðri steinselju.