fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Svona býrðu til karamellupopp fyrir svanga krakka í leit að gotti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 17:00

Algjör unaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er Hrekkjavakan haldin hátíðleg á morgun. Í mörgum hverfum er það þannig að krakkar klæða sig upp í búninga og sníkja gott hjá nágrönnum sínum. Ef ekkert gott er til eru líkur á að krakkarnir hrekki viðkomandi nágranna. Til að forða sér frá því er tilvalið að vera með eitthvað góðgæti tilbúið fyrir krakkana – til dæmis þetta einfalda karamellupopp.

Karamellupopp

Hráefni:

6 bollar poppað popp
115 g smjör
1 bolli ljós púðursykur
¼ bolli ljóst síróp
¼ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 120°C og klæðið ofnplötu með álpappír. Hellið poppinu í stóra skál og setjið til hliðar. Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið púðursykri og sírópi saman við og náið upp suðu á meðan þið hrærið stanslaust í blöndunni svo hún brenni ekki við. Lækkið hitann og látið malla í 5 mínútur. Blandið matarsóda, salti og vanilludropum saman við. Takið af hellunni og hellið karamellusósunni yfir poppið. Hrærið saman þar til allt er vel blandað saman. Dreifið úr blöndunni á ofnplötunni og stráið sjávarsalti yfir. Bakið í 1 klukkustund og hrærið í poppinu á korters fresti. Takið plötuna úr ofninum og leyfið poppinu að kólna áður en það er brotið í litla bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu