Á vef matartímaritsins Bon Appétit er að finna þessa stórkostlegu uppskrift að bökuðum eggjum fyrir tvo. Rétturinn er góður fyrir þá sem eru á lágkolvetnamataræði og einstaklega einfaldur í þokkabót.
Hráefni:
kókos- eða grænmetisolía
2 stór egg
2 msk. kókosmjólk
salt
½ bolli ferskur kóríander
1 tsk. ferskur súraldinsafi
1 tsk. „hot sauce“
steiktur laukur (til skreytingar)
Aðferð:
Hitið ofninn í 150°C og takið til tvær litlar skálar eða form sem þola að fara í ofn. Smyrjið þær með olíu. Setjið 1 egg og 1 msk kókosmjólk í hvort formið. Setjið formin inn í ofn og bakið í 11 til 14 mínútur. Drissið salti yfir. Blandið kóríander, súraldinsafa og „hot sauce“ saman í lítilli skál og kryddið með salti. Skreytið eggin með sósunni og steikta lauknum.