fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Kvöldmatur í hvelli: Kjúlli í sjúkri sósu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 14:00

Kvöldmaturinn kominn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tekur enga stund að skella í þennan kjúklingarétt og tilvalið að sjóða hrísgrjón með eða blanda saman í salat á meðan kjúklingurinn mallar í ofninum. Einfaldara gerist það varla.

Kjúlli í sjúkri sósu

Hráefni:

8 kjúklingaleggir eða -læri
1 tsk salt
½ tsk pipar
5 msk sterkt sinnep
5 msk hunang
6 msk rauðvínsedik
6 msk ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, saxaðir

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C og takið til ofnskúffu. Gott er að smyrja hana með smá olíu. Saltið og piprið kjúklingaleggina- eða lærin og nuddið kryddinu vel inn í skinnið. Raðið leggjunum, eða lærum, í ofnskúffuna.

Blandið sinnepi, hunangi, rauðvínsediki, ólífuolíu og hvítlauk saman í lítilli skál. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og hrærið aðeins til í þessu svo sósan hylji kjúklinginn. Bakið í 15 mínútur og ausið soðinu yfir kjúklinginn. Bakið síðan í 10 til 15 mínútur í viðbót. Leyfið kjúklingnum að hvíla í 5 mínútur áður en hann er borinn fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna