fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Matseðill vikunnar: Pistasíulax, mexíkóst lasagna og geggjað gúllas

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 15:30

Girnilegur matseðill vikunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný vika – ný tækifæri í eldhúsinu. Hér koma okkar uppástungur að matseðli vikunnar og við vonum að flestir finni eitthvað við hæfi. Munið bara að uppskriftirnar eru ekki heilagar og hægt að skipta út og laga að þörfum hvers og eins.

Mánudagur – Pistasíulax með gljáðum gulrótum

Uppskrift af Cotter Crunch

Hráefni:

3 laxaflök
¼ bolli ólífuolía
3 msk. hlynsíróp
½ tsk chili flögur eða paprikukrydd
½ msk. rifin engiferrót
1 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður
1 msk. eplaedik eða balsamikedik
salt og pipar
450 g gulrætur, í smærri kantinum
skallotlaukur
sítróna
steinselja
½ bolli pistasíuhnetur, malaðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Geymið laxinn á disk í ísskáp þar til komið er að því að elda hann. Blandið olíu, sírópi, chili eða papriku, engiferi, hvítlauk, ediki, salti og pipar saman í skál. Raðið gulrótunum á ofnplötu og penslið þær með helmingnum af sírópsblöndunni. Bakið í 10 mínútur. Hækkið hitann í 220°C. Raðið laxaflökunum á milli gulrótanna á pönnunni. Bætið skallotlauk sem búið er að skera í sneiðar og hálfri sítrónu, sem búið er að skera í sneiðar, við á pönnuna. Kreistið hinn helminginn af sítrónunni yfir laxinn og grænmetið. Kryddið með salti og pipar og penslið síðan laxinn og gulræturnar með restinni af sírópsblöndunni. Bakið í 7 mínútur. Takið úr ofninum og nuddið pistasíuhnetunum á laxaflökin. Setjið aftur í ofninn og grillið í 2 til 3 mínútur þar til laxinn er eldaður og grænmetið steikt, ekki lengur en í 4 mínútur. Skreytið með ferskri steinselju og berið fram.

Pistasíulax.

Þriðjudagur – Geggjað gúllas

Uppskrift af Where is My Spoon

Hráefni:

500 g svínakjöt, skorið í teninga
1 msk. grænmetisolía
500 g laukur
200 g gulrætur
3–4 lárviðarlauf
1½ tsk. paprikukrydd
½ tsk. sterkt paprikukrydd
½ tsk. þurrkað rósmarín
1 tsk. þurrkað oreganó
250 ml kjötsoð
250 ml heitt vatn
500 g kartöflur
2 rauðar paprikur
salt og pipar

Aðferð:

Hitið olíu í stórum potti og steikið kjötið þar til það er brúnað, í um 7 til 8 mínútur. Hér gætuð þið þurft að steikja kjötið í skömmtum. Takið kjötið úr pottinum og bætið lauk og gulrótum út í pottinn. Bætið meiri olíu saman við ef þarf og hrærið vel í grænmetinu í um 5 til 6 mínútur. Bætið lárviðarlaufum, paprikukryddum og þurrkuðum kryddjurtum saman við. Hrærið vel í eina mínútu. Setjið kjötið aftur í pottinn og bætið soði og vatni saman við. Setjið lok á pottinn og náið upp suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í 20 mínútur. Flysjið kartöflur og skerið í stóra bita. Skerið papriku í sneiðar. Setjið bæði í pottinn og látið malla áfram í 45 til 50 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru vel eldaðar. Hrærið reglulega í blöndunni og bætið meira vatni við ef gúllasið virðist of þurrt. Smakkið til með salti og pipar og berið strax fram.

Gúllas er klassík.

Miðvikudagur – Mexíkóskt lasagna

Uppskrift af Julie‘s Eats and Treats

Hráefni:

9 lasagna plötur, eldaðar
500 g nautahakk
1 pakki taco kryddblanda
¾ bolli vatn
680 g pastasósa
2 egg
425 g kotasæla
1 tsk. kúmen
4 bollar rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og takið til stórt eldfast mót. Smyrjið mótið. Eldið hakkið þar til það er ekki bleikt lengur og hellið fitunni af. Hrærið vatni og taco kryddblöndu saman við. Látið malla þar til blandan hefur sogað vatnið í sig. Bætið pastasósunni saman við og hrærið vel. Þeytið eggin í skál og blandið kotasælu, kúmeni og 2 bollum af rifnum osti saman við. Setjið þunnt lag af kjötsósunni í botninn á forminu og 3 lasagna plötur ofan á. Setjið 1/3 af kotasælublöndunni ofan á plöturnar og stráið 1/3 af ostinum sem er eftir ofan á. Endurtakið tvisvar og endið á ostinum. Setjið álpappír yfir mótið og bakið í 40 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Leyfið þessu að standa og kólna í 15 mínútur áður en þetta er borið fram.

Einfalt lasagna.

Fimmtudagur – Kjúklingur með appelsínum og ólífum

Uppskrift af Hungry in Love

Hráefni:

1,3 kg kjúklingaleggir
4 appelsínur, 2 skornar í hálfmána og safi kreistur úr 2
2 msk. hunang
4 hvítlauksgeirar
1½ bolli þurrt hvítvín
1 bolli grænar ólífur
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Raðið kjúklingi á stóra ofnplötu og saltið og piprið vel. Komið appelsínusneiðunum fyrir innan um kjúklinginn. Setjið hvítlauksgeirana heila með. Blandið hunangi og appelsínusafa saman og hellið þessu yfir kjúklinginn ásamt hvítvíninu. Bakið í eina klukkustund og korter. Berið fram með hrísgrjónum, kúskús eða hverju sem er.

Kjúklingur, appelsínur og ólífur.

Föstudagur – Ómótstæðilegt svínakjöt

Uppskrift af Chew Outloud

Hráefni:

8 svínakótilettur, án beins
salt og pipar
ólífuolía
1 lítill laukur, smátt saxaður
1 bolli kjötsoð
½ bolli hlynsíróp
2 msk. eplaedik
1 tsk. þurrkað rósmarín
1/8 tsk. cayenne pipar
1 tsk. Dijon sinnep
2 msk. smjör
1 tsk. maíssterkja blönduð saman við 1 tsk. af vatni

Aðferð:

Saltið og piprið kótiletturnar á hvorri hlið. Hitið 2 matskeiðar af olíu á stórri pönnu og brúnið kótiletturnar yfir meðalhita í um 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Setjið kótiletturnar á disk og hyljið til að halda þeim volgum. Bætið 1 matskeið af olíu, lauk og ¼ teskeið af salti á pönnuna og steikið í 2 mínútur, hrærið reglulega. Blandið soði, sírópi, ediki, rósmarín, cayenne pipar, sinnepi og smjöri saman við og blandið vel saman. Bætið maíssterkjunni saman við og náið upp léttri suðu í blöndunni. Hrærið stanslaust þar til sósan þykknar. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið sósunni yfir kótiletturnar og berið strax fram, jafnvel með kartöflumús.

Girnilegt svínakjöt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb