Grænkál hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu misseri og hafa svokallaðar grænkálsflögur, þar sem kálið er steikt í ofni með olíu og kryddi, tröllriðið heiminum. Nú er hins vegar komið að nýrri tísku – nefnilega hvítkálsflögum, sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Íslendinga þar sem hvítkál er auðfáanlegra og ódýrara.
Hráefni:
1 stór hvítkálshaus
¼ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk ólífuolía
salt og pipar
Aðferð:
Hitið ofninn í 120°C og takið til tvær plötur sem klæddar eru með smjörpappír. Rífið kálið í passlega stóra bita en ekki nota þykkasta hluta blaðanna. Setjið í skál og blandið olíu, parmesan, salti og pipar saman við þar til öll blöðin eru húðuð með olíu. Raðið í einfalda röð á plöturnar og bakið í 30 til 40 mínútur, eða þar til kálið er stökkt.