Bandaríkjamenn eru sjúkir í allt með graskersbragði á þessum árstíma, um og yfir Hrekkjavökuna. Vestan hafs er hægt að finna nánast hvað sem er með graskersbragði, allt frá dásamlegum bökum til kaffidrykkja.
Það er ekkert mál að búa til graskerskrydd, þar sem við Íslendingar búum ekki svo vel að fá það á hverju strái. Hér fylgir skotheld uppskrift til að krydda lífið með smá graskersbragði.
Hráefni:
2 msk. kanill
2 tsk. engiferkrydd
1 tsk. negull
1 tsk. allspice krydd
1 tsk. múskat
Aðferð:
Blandið öllu vel saman í skál. Þetta er ekki flókið.