fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Matur

Ómótstæðileg brúnka með karamellu

Lady.is
Laugardaginn 27. október 2018 12:00

Þvílík dásemd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er greinilega í Brownie stuði þar sem tvær síðustu uppskriftir frá mér hafa verið Brownie tengdar.. þær eru bara svo góðar. Mæli sérstaklega með þessari fyrir helgina!

Brownie með karamellu

Hráefni:

250 g smjör
120 g suðusúkkulaði
4 egg
2 bollar sykur
1 1/2 bolli hveiti
1/3 bolli kakó
1/2 tsk. salt
1/2 bolli suðusúkkulaði dropar

Aðferð:

Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti og leyfið að kólna örlítið. Þeytið saman egg og sykur. Bætið súkkulaðismjör blöndunni saman við í mjórri bunu og þeytið áfram örlítið. Bætið við þurrefnunum og hrærið. Að lokum hrærið saman við súkkulaði dropunum. Smyrjið 23x23cm form og hellið deiginu í. Bakið við 180°C í 30 mínútur.

Girnileg.

Karamellan – Hráefni:

1 poki Freyju karamellur (eða aðrar ljósar karamellur)
1 msk. rjómi
sjávarsalt

Aðferð:

Bræðið karamellur og rjóma í potti við lágan hita. Þegar kakan hefur kólnað alveg hellið karamellunni yfir. Dreyfið smá salti yfir.

Þessi er virkilega góð og getur ekki klikkað!
Góða helgi
Snædís Bergmann <3

Falleg kaka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma