Gott pasta getur breytt dimmasta deginum í dásamlega upplifun. Þetta pasta er í einu orði sagt yndislegt.
Hráefni:
450 g rigatoni pasta
425 g cannellini-baunir, skolaðar og án safa
1 msk. ólífuolía
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1½ tsk. ferskt timjan
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
1 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli pecorino- eða manchego-ostur (eða bara meiri parmesan)
Aðferð:
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Haldið eftir 1 bolla af pastavatninu. Maukið baunirnar í blandara eða með töfrasprota ásamt 1 bolla af vatni. Leggið til hliðar. Kveikið á grillstillingu í ofninum. Hitið olíu yfir meðalhita á stórri pönnu og steikið hvítlaukinn í um mínútu. Bætið 1 bolla af pastavatni, baunamauki, 1 teskeið af timjan og chiliflögum saman við og kryddið með salti og pipar. Náið upp suðu og látið malla í 5 mínútur. Blandið ½ bolla af parmesan og ½ bolla af pecorino saman við. Takið allt vatn af pastanu og setjið aftur í pottinn. Blandið sósunni saman við pastað. Stráið restinni af ostinum yfir pastað og skellið pottinum inn í ofn í um 10 mínútur. Skreytið með restinni af timjan og berið strax fram.