Hér er á ferð afar einfaldur og fljótlegur kvöldmatur sem bragð er af.
Hráefni:
2 bollar hrísgrjón
500 g nautahakk
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
¼ bolli púðursykur
¼ bolli sojasósa
2 tsk. sesamolía
¼ tsk. engiferkrydd
¼ tsk. chili flögur
¼ tsk. pipar
3 vorlaukar, smátt skornir
Aðferð:
Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum á pakka. Eldið hakk og hvítlauk í stórri pönnu yfir meðalhita í um 6 til 8 mínútur, eða þar til hakkið er ekki lengur bleikt. Blandið sykri, sojasósu, olíu og kryddi saman í skál. Hrærið sósunni saman við hakkið og hitið í gegn. Stráið vorlauk yfir hakkið og berið fram með hrísgrjónum.