Það er oft erfitt að gefa þeim sem eiga allt gjafir. Því er tilvalið að föndra eitthvað einfalt í eldhúsinu til að gleðja sína nánustu.
Hér er ofureinföld uppskrift að góðgæti sem ætti að duga til að koma einhverjum skemmtilega á óvart.
Hráefni:
255 g hvítt súkkulaði, saxað
2 bollar kartöfluflögur, grófmuldar
½ bolli pekanhnetur, saxaðar
Aðferð:
Setjið súkkulaðið í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í ofninum í 30 sekúndur í senn. Hrærið á milli holla þar til allt súkkulaðið er bráðnað. Hrærið snakki og hnetum saman við og notið matskeið til að raða klöttum á smjörpappírsklæddan bakka. Kælið í ísskáp þar til súkkulaðið hefur storknað.