fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Fullkomin tækifærisgjöf: Snakk klattar með hvítu súkkulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 22:00

Þessir klattar klikka ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft erfitt að gefa þeim sem eiga allt gjafir. Því er tilvalið að föndra eitthvað einfalt í eldhúsinu til að gleðja sína nánustu.

Hér er ofureinföld uppskrift að góðgæti sem ætti að duga til að koma einhverjum skemmtilega á óvart.

Snakk klattar

Hráefni:

255 g hvítt súkkulaði, saxað
2 bollar kartöfluflögur, grófmuldar
½ bolli pekanhnetur, saxaðar

Aðferð:

Setjið súkkulaðið í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í ofninum í 30 sekúndur í senn. Hrærið á milli holla þar til allt súkkulaðið er bráðnað. Hrærið snakki og hnetum saman við og notið matskeið til að raða klöttum á smjörpappírsklæddan bakka. Kælið í ísskáp þar til súkkulaðið hefur storknað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum