Þessi uppskrift er einstaklega einföld og þarf einungis eina pönnu og nokkur hráefni til að töfra fram dýrindiskvöldmat.
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1 laukur, í þunnar sneiðar líkt og hálfmána
1 rauð paprika, skorin í bita
1 gul paprika, skorin í bita
1 græn paprika, skorin í bita
salt og pipar
½ bolli rifinn cheddar ostur
125 g piparostur, skorinn í teninga
110 g rjómaostur
3 kjúklingabringur
1 msk. chili krydd
1 msk. kúmen
1 tsk. hvítlaukskrydd
Aðferð:
Hitið olíu í pönnu yfir háum hita. Eldið papriku, lauk þar til grænmetið er mjúkt og kryddið með salti og pipar. Takið pönnuna af hitanum. Bætið cheddar osti, piparosti og rjómaosti á pönnuna og hrærið þar til allt er vel blandað saman. Kryddið kjúkling með salti, chili kryddi, kúmeni og hvítlaukskryddi og nuddið kryddinu á kjúklinginn. Skerið langsum í aðra hlið bringunnar tli að mynda vasa og fyllið vasann með grænmetis- og ostablöndunni. Setjið kjúklingabringurnar á pönnuna yfir meðalhita og bætið meiri ólífuolíu við ef þarf. Eldið kjúklinginn í um 7 mínútur á hvorri hlið og berið fram með salsa sósu, sýrðum rjóma og guacamole.