fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Matur

Leynivopn á virkum degi: Beikonkjúlli í rjómasósu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 24. október 2018 16:00

Girnilegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift er eiginlega of einföld og tekur enga stund að töfra fram æðislegan beikonkjúlla í rjómasósu. Algjör snilld.

Beikonkjúlli

Hráefni:

4 sneiðar beikon
750 kjúklingalæri á beini
salt og pipar
1 lítill rauðlaukur, saxaður
225 g sveppir, skornir í sneiðar
1 lítil búnt timjan
¾ bolli kjúklingasoð
¾ bolli rjómi
1/3 bolli rifinn parmesan
safi af ½ sítrónu
fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið pönnu yfir meðalhita og steikið beikonið þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið á pappírsþurrku og skiljið eftir sirka 2 matskeiðar af fitunni í pönnunni. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar, hækkið hitann á pönnunni aðeins og setjið kjúklinginn á pönnuna með skinnið niður. Eldið í fimm mínútur á hvorri hlið, takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið lauk í pönnuna og steikið í um 5 mínútur. Bætið sveppur saman við og kryddið með salti og pipar. Eldið og hrærið reglulega í blöndunni í um 5 mínútur. Bætið soði, rjóma, parmesan osti, timjan og sítrónusafa saman við. Náið upp suðu og látið malla í 5 mínútur. Setjið kjúling aftur á pönnuna og eldið í um 10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan búin að þykkna. Skerið beikon í bita og stráið yfir kjúklinginn, sem og steinseljuna.

Og athugið – þessi uppskrift er lágkolvetnavæn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi