Þessi uppskrift er eiginlega of einföld og tekur enga stund að töfra fram æðislegan beikonkjúlla í rjómasósu. Algjör snilld.
Hráefni:
4 sneiðar beikon
750 kjúklingalæri á beini
salt og pipar
1 lítill rauðlaukur, saxaður
225 g sveppir, skornir í sneiðar
1 lítil búnt timjan
¾ bolli kjúklingasoð
¾ bolli rjómi
1/3 bolli rifinn parmesan
safi af ½ sítrónu
fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
Hitið pönnu yfir meðalhita og steikið beikonið þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið á pappírsþurrku og skiljið eftir sirka 2 matskeiðar af fitunni í pönnunni. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar, hækkið hitann á pönnunni aðeins og setjið kjúklinginn á pönnuna með skinnið niður. Eldið í fimm mínútur á hvorri hlið, takið af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið lauk í pönnuna og steikið í um 5 mínútur. Bætið sveppur saman við og kryddið með salti og pipar. Eldið og hrærið reglulega í blöndunni í um 5 mínútur. Bætið soði, rjóma, parmesan osti, timjan og sítrónusafa saman við. Náið upp suðu og látið malla í 5 mínútur. Setjið kjúling aftur á pönnuna og eldið í um 10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan búin að þykkna. Skerið beikon í bita og stráið yfir kjúklinginn, sem og steinseljuna.
Og athugið – þessi uppskrift er lágkolvetnavæn.