Matreiðslumaðurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir sýnir einfalda uppskrift skref fyrir skref.
Hráefni:
1 Búri Óðalsostur
150 g hunang
1 tsk. chili flögur
½ appelsína
½ súraldin
½ grein rósmarín
1 grein garðablóðberg
Aðferð:
Hitið ofninn 200°C. Skerið ostinn í tenginga og setjið í eldfast mót.
Setjið hunang og bætið útí berki af ½ súraldin og ½ appelsínu. Saxið kryddjurtirnar og bætið chili flögunum saman við og blandið saman.
Látið um það bil 1 teskeið af chili hunanginu útí hverja skál.
Bakið í um það bil 10 mínútur eða þar til osturinn er farinn að gyllast. Það er ótrúlega gott að bera réttinn fram með góðu brauði!