Djúpsteiktur kjúklingur er lostæti að okkar mati hér á matarvefnum, þó við vitum að það sé ekki hollasta fæðan. Nú erum við hins vegar búin að finna eilítið hollari útgáfu sem maður trúir eiginlega ekki að sé grænmetisréttur – nefnilega djúpsteikt blómkál. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt.
Blómkál – Hráefni:
1 stór blómkálshaus, skorinn í sneiðar sem líta út eins og steikur
1 bolli hveiti
1 tsk. hvítlaukskrydd
1/2 tsk. paprikukrydd
salt
3 stór egg
grænmetisolía, til að djúpsteikja
Hunang – Hráefni:
1/2 bolli hunang
1 tsk. „hot sauce“
Aðferð:
Setjið vatn í pönnu þannig að það nái upp á hálfar blómkálssteikurnar og náið upp suðu yfir meðalhita. Setjið lok á og gufusjóðið í um 4 til 5 mínútur. Takið blómkálssteikurnar úr vatninu og leyfið þeim að kólna alveg.
Blandið hveiti, hvítlaukskryddi, paprikukryddi og salti saman í skál. Þeytið eggin í annarri skál. Veltið blómkálssteikunum upp úr hveiti, dýfið þeim síðan í eggin og veltið þeim aftur upp úr hveitiblöndunni. Hitið talsvert af olíu í pönnu þar til hún byrjar að malla. Setjið blómkálið varlega á pönnuna og djúpsteikið í um 2 mínútur á hvorri hlið. Leggið síðan á pappírsþurrku til að ná mestri olíunni úr.
Blandið síðan hunangi og „hot sauce“ saman og berið fram með blómkálinu.