fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Matur

Of gott til að vera satt: Þú trúir því ekki að þetta sé grænmeti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 22. október 2018 08:10

Þessi réttur er æði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djúpsteiktur kjúklingur er lostæti að okkar mati hér á matarvefnum, þó við vitum að það sé ekki hollasta fæðan. Nú erum við hins vegar búin að finna eilítið hollari útgáfu sem maður trúir eiginlega ekki að sé grænmetisréttur – nefnilega djúpsteikt blómkál. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt.

Djúpsteikt blómkál

Blómkál – Hráefni:

1 stór blómkálshaus, skorinn í sneiðar sem líta út eins og steikur
1 bolli hveiti
1 tsk. hvítlaukskrydd
1/2 tsk. paprikukrydd
salt
3 stór egg
grænmetisolía, til að djúpsteikja

Hunang – Hráefni:

1/2 bolli hunang
1 tsk. „hot sauce“

Aðferð:

Setjið vatn í pönnu þannig að það nái upp á hálfar blómkálssteikurnar og náið upp suðu yfir meðalhita. Setjið lok á og gufusjóðið í um 4 til 5 mínútur. Takið blómkálssteikurnar úr vatninu og leyfið þeim að kólna alveg.

Blandið hveiti, hvítlaukskryddi, paprikukryddi og salti saman í skál. Þeytið eggin í annarri skál. Veltið blómkálssteikunum upp úr hveiti, dýfið þeim síðan í eggin og veltið þeim aftur upp úr hveitiblöndunni. Hitið talsvert af olíu í pönnu þar til hún byrjar að malla. Setjið blómkálið varlega á pönnuna og djúpsteikið í um 2 mínútur á hvorri hlið. Leggið síðan á pappírsþurrku til að ná mestri olíunni úr.

Blandið síðan hunangi og „hot sauce“ saman og berið fram með blómkálinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma