Hér er á ferð fullkominn réttur fyrir upptekið fólk, sem hressir, bætir og kætir.
Hráefni:
4 kjúklingabringur
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
2 msk. smjör
1 laukur, skorinn smátt
20-25 kirsuberjatómatar
2 1/2 bolli maískorn
1/3 bolli rjómi
1/2 tsk. chili flögur
1/3 bolli fersk basillauf, grófsöxuð
Aðferð:
Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Hitið olíu og smjör yfir meðalhita í stórri pönnu. Bætið kjúklingnum við og steikið í um 5 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið laukinn á pönnunni þar til hann er gagnsær, eða í um 5 mínútur. Bætið tómötunum saman við og eldið þar til þeir mýkjast, í um 7 til 8 mínútur. Bætið maís, rjóma og chili flögum saman við. Bætið kjúklingnum saman við og náið upp léttri suðu í sósunni. Eldið í um 4 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Skreytið með basillaufum.