fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 20. október 2018 14:00

Pönnukökur eru svo góðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig væri að gera vel við sig og steikja pönnukökur? Þær eru alltaf klassískar, en í þessar er búið að bæta við bláberjum og hvítu súkkulaði sem gera þær enn betri.

Pönnukökur með hvítu súkkulaði og bláberjum

Hráefni:

2 bollar hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 egg
2 msk. smjör, brætt
2 bollar súrmjólk
1 bolli bláber, fersk eða frosin
½ bolli hvítt súkkulaði, grófsaxað

Góðar með sírópi.

Aðferð:

Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda saman í skál og setjið til hliðar. Skiljið eggin, setjið hvíturnar í eina skál og rauðurnar í aðra. Stífþeytið eggjahvíturnar. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær lýsast. Bætið brædda smjörinu saman við eggjarauðurnar og þeytið vel. Bætið síðan súrmjólkinni saman við og þeytið.

Bætið eggjarauðublöndunni saman við þurrefnin og blandið létt saman. Blandið eggjahvítunum varlega saman við með sleif eða sleikju og síðan er bláberjunum og hvítu súkkulaði blandað varlega saman við.

Bræðið smjör yfir meðalhita og steikið síðan pönnukökurnar í 2 til 3 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum