fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Vertu inni í vonda veðrinu: Bakaðu guðdómlega jarðarberjaköku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 12:30

Ljúffeng kaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurspáin lítur ekkert sérstaklega vel út og því ærin ástæða til að vera bara inni og hafa það kósí. Þá er til dæmis hægt að baka, en þessi jarðarberjakaka ætti að gera lífið aðeins betra.

Jarðarberjakaka

Kaka – Hráefni:

115 g brætt smjör, kælt aðeins
½ bolli púðursykur
1½ bolli hveiti
½ tsk. matarsódi
½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt

Fylling – Hráefni:

150 g mjúkur rjómaostur
10 jarðarber, skorin í litla bita
½ bolli sýrður rjómi
¼ bolli sykur
1 msk. hveiti
1 egg
½ tsk. vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og takið til form sem er 20×20 sentímetra stórt. Klæðið það með álpappír og smyrjið með smjöri eða spreyið með bökunarspreyi. Byrjið á kökudeiginu. Blandið hveiti, púðursykri, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál. Bætið smjörinu saman við og hrærið þar til blandan minnir á mulning. Takið ¼ af blöndunni frá og setjið til hliðar. Hellið restinni í formið og þrýstið í botninn.

Svo er það fyllingin. Blandið rjómaosti og jarðarberjum vel saman. Blandið sýrðum rjóma, sykri, hveiti, eggi og vanilludropum saman í stórri skál og dreifið yfir botninn. Dreifið síðan úr rjómaostablöndunni yfir það og notið gaffall til að hræra þessu létt saman. Loks er kökudeiginu sem þið settuð til hliðar drissað yfir. Bakið í 25 til 28 mínútur og kælið alveg áður en borið er fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum