Þessi réttur er afskaplega einfaldur, en góður er hann og klassískur – sérstaklega þegar hugmyndaflugið í eldhúsinu er af skornum skammti.
Sósa – Hráefni:
¼ bolli ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. oreganó
1 dós saxaðir tómatar
salt og pipar
Kjötbollur – Hráefni:
750 g nautahakk
½ bolli brauðrasp
¼ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk. steinselja, fersk eða þurrkuð
2 hvítlauksgeirar, maukaðir með hvítlaukspressu
1 stórt egg
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
1/3 bolli rifinn ostur
1/3 bolli rifinn parmesan ostur
ferskt basil til skreytingar
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Byrjið á að búa til sósuna. Hitið olíu í stórum potti yfir lágum hita. Bætið hvítlauk og oreganó út í og hrærið í um 1 mínútu og passið að hvítlaukurinn brenni ekki. Bætið tómötum út í og kryddið með salti og pipar. Leyfið þessu að malla á meðan kjötbollurnar eru gerðar.
Blandið hakki, brauðrasp, parmesan osti, steinselju, hvítlauki, eggi og chili flögum vel saman í skál og kryddið með salti og pipar. Búið síðan til bollur úr blöndunni, um það bil fimmtán meðalstórar bollur. Raðið bollunum í eldfast mót og bakið í 20 mínútur í ofni. Hellið síðan sósunni yfir og drissið rifnum osti og parmesan osti yfir. Bakið í 15 til 20 mínútur til viðbótar. Skreytið með basil og parmesan og berið fram, jafnvel með pasta.