fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Hollari útgáfa af djúpsteiktum kjúklingi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 18:00

Eitthvað fyrir alla - unga sem aldna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má eiginlega slá því föstu að heimilisfólkið á eftir að elska þennan kjúkling, en hægt er að bera hann fram með ljúffengri sósu að eigin vali, salati, kartöflum eða frönskum til dæmis. Þetta er hollari útgáfa af djúpsteiktum kjúklingi, en fyrst og fremst algjört lostæti.

Kornflögu kjúklingur

Hráefni:

3 kjúklingabringur, skornar í litla bita
2 bollar súrmjólk
2 egg
2 msk. maíssterkja
3 hvítlauksgeirar, maukaðir með hvítlaukspressu
1 tsk. oreganó
¼ tsk. cayenne pipar (má sleppa)
salt og pipar
3 bollar kornflögur (Cornflakes), muldar
60 g smjör, brætt

Geggjaður kvöldmatur eða nasl.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Takið til ofnplötu og smyrjið hana með smjöri eða spreyið með bökunarspreyi. Blandið súrmjólk, eggjum, maíssterkju, hvítlauk, oreganó, cayenne pipar, salti og pipar saman í skál. Marinerið kjúklinginn í hálftíma ef þið hafið tíma, annars er allt í lagi að sleppa því. Rúllið síðan kjúklingabitunum upp úr kornflögunum og raðið á ofnplötuna. Drissið brædda smjörinu yfir alla bitana. Setjið inn í ofn og bakið í 20 til 25 mínútur, en passið að snúa bitunum við eftir 10 til 12 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna