fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Þú finnur ekki trylltari morgunmat en þennan

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 18. október 2018 21:30

Við gætum borðað þetta á hverjum morgni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir segja að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins. Það er ofboðslega ljúft að eiga rólega og góða byrjun á deginum, sérstaklega ef það er eitthvað gott með kaffinu. Þessi morgunverðarréttur er svo rosalega góður og tilkomumikill að það er erfitt að hemja sig.

Sætkartöflu risahleifur

Hráefni:

2 stórar sætkartöflur
1 msk. ólífuolía
2 tsk. salt
2 tsk. pipar
8 egg
1 tómatur, skorinn smátt
¼ bolli vorlaukur, saxaður
1 elduð paprika, skorin í bita
½ tsk. hvítlaukskrydd
120 ml mjólk
bökunarsprey
10 skinkusneiðar
80 g spínat

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C og takið til brauðform. Spreyið það vel með bökunarspreyi. Skerið sætkartöflurnar í þunnar sneiðar, en hér er gott að nota mandólín ef svoleiðis er til á heimilinu. Setjið kartöflurnar í skál og kryddið þær með 1 teskeið af salti og 1 teskeið af pipar og drissið olíunni yfir þær. Hrærið vel í þessu og raðið kartöflusneiðunum síðan á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í 10 mínútur.

Blandið eggjum, tómati, vorlauk, papriku, hvítlaukskryddi, restinni af salti og pipar og mjólk vel saman í skál. Lækkið hitann á ofninum í 200°C. Raðið kartöflusneiðunum í botninn og upp hliðarnar á brauðforminu. Raðið helmingnum af skinkusneiðunum ofan á kartöflurnar, síðan spínatinu, bætið síðan við öðru lagi af sætkartöflum, svo eggjablöndunni, þá restinni af skinkunni og loks restinni af kartöflusneiðunum. Brettið upp á kartöflusneiðarnar á hliðunum til að loka herlegheitunum. Bakið í 30 mínútur og leyfið þessu að kólna aðeins áður en tekið er úr forminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna