Stundum verður maður bara að leyfa sér sætindi í morgunmat. Þá koma þessar múffur sterkar inn.
Múffur – Hráefni:
63 ml olía
1 egg
75 ml mjólk
50 ml nýkreistur appelsínusafi
200 g hveiti
125 g sykur
1/2 tsk salt
börkur af einni appelsínu, rifinn
50 g dökkt súkkulaði, grófsaxað
Stökkur toppur – Hráefni:
2 msk. sykur
2 msk. kalt smjör
1/4 bolli hveiti
Aðferð:
Hitið ofn í 180°C og takið til möffinsform. Blandið eggi, olíu, mjólk, appelsínuberki og appelsínusafa vel saman. Bætið sykri og salti saman við og þeytið vel. Bætið síðan hveitinu varlega saman við og passið að þeyta ekki of mikið. Blandið súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju. Blandið síðan öllum hráefnunum í stökka toppinn saman í skál og notið fingur til að vinna hráefnin saman þar til þau minna á mulning. Hellið möffinsdeiginu í formin og drissið síðan toppinum yfir. Bakið í 20 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en þið gúffið í ykkur.