fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Matur

Kvöldmatur á 30 mínútum: Ofureinfaldur pastaréttur sem öll fjölskyldan dýrkar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 11:30

Girnilegt pasta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest viljum við komast upp með að eyða sem minnstum tíma í eldhúsinu í kvöldmatargerð í lok dags og elda eitthvað sem hentar allri fjölskyldunni. Hér er á ferð æðislegt rækjupasta sem fer örugglega vel ofan í heimilisfólkið.

Rækjupasta

Hráefni:

500 g fettucine pasta
3 msk. smjör
500 g pillaðar risarækjur
salt og pipar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. hveiti
1 bolli rjómi
½ bolli nýmjólk
1 eggjarauða
1 bolli rifinn parmesan ostur
söxuð steinselja

Frábær hversdagsmatur.

Aðferð:

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en ekki hella pastavatninu strax í vaskinn. Bræðið 1 matskeið af smjöri á stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjunum saman við, kryddið með salti og pipar og eldið þar til rækjunar eru bleikar, í um 2 til 3 mínútur á hvorri hlið. Takið rækjurnar af pönnunni og setjið til hliðar.

Setjið restina af smjörinu á pönnuna ásamt hvítlauknum. Steikið hvítlaukinn í um mínútu. Bætið hveitinu út í og þeytið saman í um 2 mínútur. Hellið rjóma og mjólk saman við og hrærið síðan eggjarauðunni út í. Látið þetta malla og bætið parmesan ostinum saman við. Þegar osturinn hefur bráðnað og sósan er búin að þykkna er pasta og rækjum bætt út í og kryddað með salti og pipar eftir smekk. Ef ykkur finnst sósan ekki nógu þykk er þjóðráð að bæta smá pastavatni út í hana. Skreytið með aðeins meiri parmesan og steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma