fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Hélt glæsilega Emoji-veislu: „Aldrei verið í afmæli þar sem rætt hefur verið jafn mikið um kúk“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. október 2018 13:30

Mikið var rætt um veitingarnar í afmælinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dætur mínar fá alltaf frjálsar hendur með það hvaða þema þær vilja hafa í afmælum. Ég hef síðan einstaklega gaman af þeim áskorunum sem þær setja fram og hef mikla ánægju af því að skoða og pæla í útsetningum,“ segir Rut Sigurðardóttir. Hún hélt glæsilegt afmæli fyrir eldri dóttur sína, Lenu, á dögunum þar sem þemað var Emoji, eða tjákn.

Í veislunni voru meðal annars stórar og fagurgular Emoij-kökur sem og bollakökur í anda tjáknanna, en það var viss áskorun fyrir Rut að baka fyrir afmælið þar sem Lena er ekki hrifin af smjörkremi.

Rut er lunkin í eldhúsinu.

„Ég hef verið að dunda í þessu áhugamáli frá því að Lena fæddist og alltaf unnið með smjörkrem í bland við sykurmassa. Þegar hún síðan óskaði eftir Emoji-kladdköku sem er ekki með smjörkremi eða neinu öðru kremi, þá þurfti ég alveg góðan tíma í að pæla í útfærslunni. En okkur mæðgum samdist um að setja smá glassúr ofan á afmæliskökuna til að festa sykurmassann. Hún vildi síðan endilega hafa líka Emoji kúk, þrátt fyrir að borða það ekki sjálf út af kreminu, svo að við skelltum því með fyrir aðra að njóta,“ segir Rut og bætir við að kúkurinn hafi ekki beint verið girnilegur.

„Eftir að ég hins vegar gerði þær kökur og setti kremið á, langaði mig lítið til að borða þær sökum útlits og skellti því í nokkrar bollakökur með rósum líka. Svona ef einhverjir af gestunum myndu ekki heldur vilja borða Emoji-kúk,“ segir Rut og hlær.

Skemmtileg Emoji-kaka.

Áhugaverðar umræður um kúk

Fyrrnefndar bollakökur, sem líta út eins og tjáknkúkur, vöktu einmitt mikla lukku meðal gesta.

„Afmælið gekk mjög vel og vakti mikla lukku bæði hjá börnum og fullorðnum. Ég var virkilega ánægð með Emoji-kökuna. Það kom mér á óvart hversu vel þetta kom út, bæði hvað varðar bragð og útlit, þrátt fyrir að vera ekki með neitt smjörkrem. En það voru hins vegar áhugaverðar umræður sem sköpuðust í kringum veitingarnar og ég held að ég hafi aldrei verið í afmæli þar sem rætt hefur verið jafn mikið um kúk.“

Litríkt veisluborð.

Skotheld möffinsuppskrift

Rut segist nota internetið helst til að fá innblástur í bakstrinum.

„Google kemur sterkt inn ásamt YouTube. Ég tek mér tíma í að skoða mig um í leitinni þar og fá hugmyndir. Þetta þema er reyndar skemmtilegt og tiltölulega auðvelt að vinna með, eitthvað kringlótt og gult er eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að vinna úr. Reyndar eru ávaxtaspjótin eitthvað sem ég hef verið með í nokkrum útfærslum áður, mjög einfalt en samt bæði skemmtilegt og fallegt á veisluborðið.“

Tvær týpur af bollakökum.

Yngri dóttir Rutar er sex ára og á afmæli í júní. Er byrjað að plana næsta afmæli?

„Nei, ekki ennþá. Ætli pælingar fyrir næsta afmæli fari ekki að gera vart við sig svona fljótlega á nýju ári.“

Við getum auðvitað ekki sleppt Rut fyrr en hún er búin að gefa okkur uppskrift að veitingunum, en hún segir möffinsuppskriftina algjörlega skothelda.

„Hvet ykkur til að prófa þessa uppskrift af möffins, sem ég nota líka í venjulega botna. Það tala allir um hvað kökurnar eru djúsí og góðar þegar ég nota þessa uppskrift sem er að ég held amerísk að uppruna. Ég fékk hana hjá góðri vinkonu minni fyrir mörgum árum og notast alltaf við hana þegar ég er að gera afmæliskökur. Heyri oft að fólk hafi bara ekki smakkað betri botna. Í uppskriftinni er bæði súrmjólk og olía sem gerir eitthvað svo ótrúlega mikið fyrir botnana og þeir verða ekki vitund þurrrir. Ekki skemmir svo fyrir að ekki þarf að þeyta neitt, mjög fljótlegt og einfalt að skella öllu í skál.“

Hér fylgja svo Emoji-uppskriftirnar:

Flottir ávaxtapinnar.

Ávaxtapinnar

Sykurpúði er súkkulaðihúðaður í viðeigandi lit og skrauti síðan bætt við. Hér valdi ég Emoji-myndir sem keyptar voru í Allt í köku, límdar á sykurpúðana á meðan að súkkulaðið er blautt. Látið standa og þorna áður en ávextir að eigin vali eru þræddir upp á spjótið. Ég var með jarðaber, bláber, vínber og mandarínur.

Önnur Emoji-kakan.

Emoji-kaka

Bakaði kladdköku eftir uppskrift af ljufmeti – uppskrift hér. Bætti ofan á hana þunnu lagi af glassúr (75 g brætt smjör, 4 msk. kakó, 4 dl flórsykur og 1 msk vanillusykur, sem dugði á tvær kökur). Sykurmassinn síðan settur ofan á og skreyttur. Kom virkilega vel út og jarðaber og rjómi með alveg fullkomnar þessa blöndu. Notaði oreo kex til skreytingar og sama skraut sem ég notaði á ávaxtaspjótin límt á kexið með súkkulaðidropa.

Súkkulaðimöffins

Hráefni:

2 bollar hveiti
2 bollar sykur
3/4 bolli kakó
2 tsk. matarsódi
2 stór egg
1 tsk. salt
1 bolli súrmjólk eða AB mjólk
1 bolli bragðlítil olía
2 tappar vanilludropar
1 bolli sjóðandi heitt vatn

Bollakökurnar slógu í gegn.

Hráefni:

Öllu nema vatninu skellt í skál og hrært aðeins saman, vatni að lokum bætt við. Bakað við 150°C í um 10 mínútur, fer eftir stærð á bollakökum. Þessi uppskrift er í kringum 30 möffins, en nota þessa uppskrift líka í venjulega kökubotna og þessi uppskrift dugar þá fyrir tvo botna og þarf þá að bakast í um 45 mínútur.

Notaði síðan tvær tegundir af smjörkremi. Fyrir Emoji-kúkakökurnar notaði ég þessa uppskrift af kremi:

125 gr smjör við stofuhita
400 gr flórsykur
2 tsk. vanilludropar
2 msk. síróp
4 msk. bökunarkakó

Fyrir hvítu rósirnar notaði ég þessa uppskrift:

450 gr flórsykur
240 gr smjör við stofuhita
1 – 2 msk. mjólk
2 tsk. vanilludropar

Þeyta smjörið þangað til að það er loftmikið og létt, bæta síðan restinni af innihaldsefnum við.

Afmælið gekk eins og í sögu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum