Hamborgarar eru klassískir en túnfiskborgari er ekkert síðri. Sérstaklega ekki þegar hann er settur saman með æðislegu dill mæjónesi. Þetta er skotheld blanda.
Dill mæjónes – Hráefni:
1/3 bolli mæjónes
1 msk. ferskt dill, saxað
1 msk. grænar ólífur, saxaðar
1 tsk. sítrónusafi
1/2 tsk. Creóla-krydd
Aðferð:
Blandið öllu vel saman og setjið í góða skál með plastfilmu yfir. Geymið í ísskáp þar til borgararnir eru tilbúnir.
Borgarar – Hráefni:
1 stórt egg
1/4 bolli mæjónes
2 dósir af túnfiski í vatni
3/4 bolli brauðrasp
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 bolli gular baunir
1/2 bolli gulrætur, rifnar
1/4 bolli paprika, smátt söxuð
1/4 bolli laukur, smátt saxaður
3/4 tsk. Creóla-krydd
3 msk. ólífuolía
Aðferð:
Þeytið egg og mæjónes saman með gaffli. Bætið túnfisk saman við og hrærið. Blandið brauðraspi, hvítlauk, gulum baunum, gulrótum, papriku, lauk og Creóla-kryddi saman í annarri skál. Blandið síðan túnfiskblöndunni saman við og hrærið vel. Mótið sex borgara úr blöndunni. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu yfir meðalhita og steikið borgarana í sirka 7 til 9 mínútur á hvorri hlið. Berið borgarana fram í ristuðu hamborgarabrauði með dill mæjónes og fersku grænmeti.