fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Tilbrigði við stef: Hvernig væri að prófa túnfiskborgara?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 14. október 2018 18:00

Skemmtileg tilbreyting.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarar eru klassískir en túnfiskborgari er ekkert síðri. Sérstaklega ekki þegar hann er settur saman með æðislegu dill mæjónesi. Þetta er skotheld blanda.

Túnfiskborgari

Dill mæjónes – Hráefni:

1/3 bolli mæjónes
1 msk. ferskt dill, saxað
1 msk. grænar ólífur, saxaðar
1 tsk. sítrónusafi
1/2 tsk. Creóla-krydd

Aðferð:

Blandið öllu vel saman og setjið í góða skál með plastfilmu yfir. Geymið í ísskáp þar til borgararnir eru tilbúnir.

Borgarar – Hráefni:

1 stórt egg
1/4 bolli mæjónes
2 dósir af túnfiski í vatni
3/4 bolli brauðrasp
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 bolli gular baunir
1/2 bolli gulrætur, rifnar
1/4 bolli paprika, smátt söxuð
1/4 bolli laukur, smátt saxaður
3/4 tsk. Creóla-krydd
3 msk. ólífuolía

Aðferð:

Þeytið egg og mæjónes saman með gaffli. Bætið túnfisk saman við og hrærið. Blandið brauðraspi, hvítlauk, gulum baunum, gulrótum, papriku, lauk og Creóla-kryddi saman í annarri skál. Blandið síðan túnfiskblöndunni saman við og hrærið vel. Mótið sex borgara úr blöndunni. Hitið ólífuolíu í stórri pönnu yfir meðalhita og steikið borgarana í sirka 7 til 9 mínútur á hvorri hlið. Berið borgarana fram í ristuðu hamborgarabrauði með dill mæjónes og fersku grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum