fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Matur

Næstum því ólöglegar Snickers-pönnukökur með Snickers-sírópi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 14. október 2018 10:10

Þetta er næstum því of mikið af því góða. Næstum því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þig vantar smá tilbreytingu í lífið og langar ekki að gera hefðbundnar, amerískar pönnukökur enn einu sinni, þá mælum við með þessum Snickers-tryllingi sem brýtur allar morgunverðarreglur.

Snickers-pönnukökur með Snickers-sírópi

Hráefni – Pönnukökur:

1 1/2 bolli hveiti
1 msk. sykur (má sleppa)
1 tsk. lyftiduft
3/4 tsk. matarsódi
1 egg
1 1/3 bolli sýrður rjómi
60 g brætt smjör
2 Snickers (söxuð)
olía (til steikingar)

Aðferð:

Blandið þurrefnum vel saman í skál og setjið til hliðar. Blandið eggi og sýrðum rjóma vel saman og blandið því saman við þurrefnin ásamt smjörinu. Blandið Snickers-bitunum varlega saman við. Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar yfir meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Gjöriði svo vel!

Hráefni – Síróp:

3 Snickers (söxuð)
1/4 bolli rjómi
1/4 bolli hlynssíróp

Aðferð:

Setjið Snickers og rjóma í pott og hitið yfir meðalhita þar til allt er bráðið og blandað saman. Takið pottinn af hellunni og bætið sírópinu saman við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma