Ef þig vantar smá tilbreytingu í lífið og langar ekki að gera hefðbundnar, amerískar pönnukökur enn einu sinni, þá mælum við með þessum Snickers-tryllingi sem brýtur allar morgunverðarreglur.
Hráefni – Pönnukökur:
1 1/2 bolli hveiti
1 msk. sykur (má sleppa)
1 tsk. lyftiduft
3/4 tsk. matarsódi
1 egg
1 1/3 bolli sýrður rjómi
60 g brætt smjör
2 Snickers (söxuð)
olía (til steikingar)
Aðferð:
Blandið þurrefnum vel saman í skál og setjið til hliðar. Blandið eggi og sýrðum rjóma vel saman og blandið því saman við þurrefnin ásamt smjörinu. Blandið Snickers-bitunum varlega saman við. Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar yfir meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
Hráefni – Síróp:
3 Snickers (söxuð)
1/4 bolli rjómi
1/4 bolli hlynssíróp
Aðferð:
Setjið Snickers og rjóma í pott og hitið yfir meðalhita þar til allt er bráðið og blandað saman. Takið pottinn af hellunni og bætið sírópinu saman við.