fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Matur

Fáránlega einfaldur kvöldmatur sem krakkarnir elska

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 14. október 2018 14:00

Krakkarnir geta tekið þátt í eldamennskunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir krakkar elska pylsubrauð og gætu vel borðað þau eintóm. Hér er á ferð ofboðslega einfaldur kvöldverður sem nýtir pylsubrauðin út í ystu æsar.

Kjötbollur í pylsubrauði

Hráefni:

500 g nautahakk
1 stórt egg
1/3 bolli brauðrasp
1/4 bolli parmesan ostur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. fersk steinselja, söxuð
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
2 bollar marinara-sósa eða tómat pastasósa
4 pylsubrauð
12 ostasneiðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Blandið hakki, eggi, brauðraspi, parmesan osti, hvítlauk og steinselju vel saman í skál. Kryddið með salti og pipar og mótið 12 jafnstórar kjötbollur. Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Eldið kjötbollurnar þar til allar hliðar hafa brúnast, eða í um 4 mínútur. Bætið síðan sósunni út í og setjið lok á pönnuna. Eldið í 8 til 10 mínútur. Opnið pylsubrauðin og raðið þremur ostasneiðum í hvert brauð. Bakið í 5 mínútur í ofninum eða þar til osturinn hefur bráðnað. Raðið kjötbollunum ofan á ostinn og bakið í 6 til 8 mínútur til viðbótar. Skreytið með meiri parmesan og steinselju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma