Margir krakkar elska pylsubrauð og gætu vel borðað þau eintóm. Hér er á ferð ofboðslega einfaldur kvöldverður sem nýtir pylsubrauðin út í ystu æsar.
Hráefni:
500 g nautahakk
1 stórt egg
1/3 bolli brauðrasp
1/4 bolli parmesan ostur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk. fersk steinselja, söxuð
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
2 bollar marinara-sósa eða tómat pastasósa
4 pylsubrauð
12 ostasneiðar
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Blandið hakki, eggi, brauðraspi, parmesan osti, hvítlauk og steinselju vel saman í skál. Kryddið með salti og pipar og mótið 12 jafnstórar kjötbollur. Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Eldið kjötbollurnar þar til allar hliðar hafa brúnast, eða í um 4 mínútur. Bætið síðan sósunni út í og setjið lok á pönnuna. Eldið í 8 til 10 mínútur. Opnið pylsubrauðin og raðið þremur ostasneiðum í hvert brauð. Bakið í 5 mínútur í ofninum eða þar til osturinn hefur bráðnað. Raðið kjötbollunum ofan á ostinn og bakið í 6 til 8 mínútur til viðbótar. Skreytið með meiri parmesan og steinselju.