fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Manstu eftir þessum? Tíu drykkir sem urðu tímanum að bráð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 13. október 2018 18:00

Smá nostalgía hefur aldrei sakað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið skemmtilegt að láta hugann reika til gamalla tíma og fá smá nostalgíukast. Því ákváðum við að kíkja á tíu drykki sem lifa í minningunni, þótt þeir finnist ekki lengur í verslunum.

Sítrónu Svalinn var töff.

Með allt á hreinu

Það þótti afar svalt að drekka Svala með sítrónubragði hér í denn, og var það til marks um að maður væri með allt á hreinu og í toppmálum. Svo hvarf Svalinn og unga kynslóðin fór á hliðina. Enn þann dag í dag poppa reglulega upp hópar af fólki sem saknar Svalans, og var meira að segja blásið til undirskriftasöfnunar í fyrra til að fá Sítrónu Svalann aftur.

Munið þið eftir Kókó?

Var Kókómjólk ekki nóg?

Mjólkursamsalan var með áhugavert útspil um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og setti kakódrykkinn Kókó á markað, sem var bara eins og slæm útgáfa af Kókómjólk.

Áhugaverð auglýsing.

Safi með sápupumpu

Það skemmtilega við appelsínudrykkinn Topp frá Sól sem kom á markað á níunda áratug síðustu aldar voru klárlega auglýsingarnar. Komið var fyrir eins konar sápupumpu til að skenkja safann og var hún heldur betur ólystug.

Gæðastund með Sunsip.

Bragðljúfur – ekki fitandi

Sunsip appelsínudrykkurinn var til á sjöunda áratug síðustu aldar, en um þykkni var að ræða, sem var auglýstur sem bragðljúfur og alls ekki fitandi. Með auglýsingunum fylgdu leiðbeiningar um hvernig átti að blanda þykkni, enda afar vandasamt verk.

Frumlegar auglýsingar fyrir Seltzer.

Sérstakur Seltzer

Seltzer og Diet Seltzer frá Sól eiga sérstakan stað í hjörtum margra og sakna einhverjir hans úr hillum stórverslana.

Aspartame fyrir börnin.

Tímanna tákn

Það var sérstaklega tekið fram í auglýsingum fyrir safann Gosa frá Mjólkursamsölunni að hann innihéldi sætuefnið aspartame, sem í dag er talið vera afar skaðlegt.

Gamla, góða TAB-ið.

Áfall fyrir TAB-ara

TAB er að sjálfsögðu ekki íslenskur drykkur en mikið sem hann átti marga aðdáendur á Íslandi. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar sölu á TAB-i var hætt og margir hömstruðu drykkinn áður en hann hvarf af markaði.

Ah, minningar.

Safinn var ekki nóg

Safinn Frissi Fríski átti gríðarlegum vinsældum að fagna á síðustu öld, en margir muna eflaust eftir Frissa Fríska-gosinu sem var framleitt vegna gríðarlegra vinsælda safans. Gosið missti þó hins vegar marks.

Mysa og appelsínusafi getur ekki klikkað. Eða hvað?

Mysa og appelsínusafi

Í svona upptalningu má aldrei gleyma svalandi drykknum Garpi frá Mjólkursamsölunni sem fólk annaðhvort hataði eða elskaði. Við erum að tala um drykk sem var blanda af mysu og appelsínusafa. Hljómar skringilega, en sem betur fer er smekkur manna mismunandi.

Ís-Cola fór í stríð við Coca Cola.

Í stríði við kókið

Fyrirtækið Sól var grimmt í drykkjarframleiðslu og nýjungum á seinni hluta síðustu aldar. Meðal drykkja úr smiðju fyrirtækisins var Ís-Cola sem var framleitt til höfuðs Coca Cola. Ákveðið stríð ríkti á milli þessara tveggja drykkja, stríð sem rataði meira að segja á síður fjölmiðla. Og að lokum hafði gamla Coca Cola-ð betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka