fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

French Toast – fullkomið í morgunmat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 13. október 2018 08:30

Þetta brauð er snilld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að gera vel við sig um helgar og jafnvel bjóða gestum í morgunmat eða dögurð. Þá er þetta french toast frábær viðbót á veisluborðið.

French Toast

Hráefni:

9-11 sneiðar hvítt brauð (helst dagsgamalt)
8 egg
1/2 bolli rjómi
1/4 bolli sykur
1 bolli púðursykur
1 msk. vanilludropar
3 tsk. kanill
1/4 tsk. múskat
1/2 bolli hveiti
1 tsk. sjávarsalt
115 g kalt smjör (skorið í teninga)

French toast klárast fljótt.

Aðferð:

Smyrjið eldfast mót sem er sirka 30 sentímetra langt með smjöri eða olíu og hitið ofninn í 175°C. Blandið eggjum, rjóma, sykri, hálfum bolla af púðursykri, vanilludropum, 2 teskeiðum af kanil og múskati vel saman.

Skerið skorpuna af brauðinu og leggið sneiðarnar í bleyti í eggjablöndunni þar til brauðið er búið að sjúga í sig nær allan vökvann. Blandið hveiti, restinni af púðursykrinum, restinni af kanilnum og saltinu vel saman í annarri skál og vinnið smjörið vel saman við blönduna.

Raðið brauðsneiðunum í eldfasta mótið. Ef það er vökvi eftir í skálinni skulið þið leyfa brauðinu aðeins að hvíla og hella restinni af vökvanum reglulega ofan á það. Dreifið síðan hveitiblöndunni yfir brauðið og bakið í 45 til 50 mínútur, eða þar til topppurinn er stökkur og fallegur. Og ekki gleyma flórsykrinum áður en þið berið þessa dásemd fram!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum