Það er langt því frá leiðinlegt að búa sér til ylvolgt og djúsí hvítlauksbrauð. Hér er ein skotheld uppskrift sem getur bara alls ekki klikkað.
Hráefni:
1 stór, hringlóttur brauðhleifur
8 msk. smjör, brætt
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 tsk. salt
1 msk. fersk steinselja, söxuð
3/4 bolli rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og takið til ofnplötu. Klæðið hana með álpappír og setjið til hliðar. Blandið smjöri, hvítlauk, salti og steinselju saman í lítilli skál. Skerið rákir í brauðið þversum og langsum en passið að skera ekki alla leið í gegn. Setjið brauðið ofan á álpappírinn. Opnið rifurnar á brauðinu með fingrunum og drissið brauðinu í rákirnar. Dreifið síðan ostinum í rákirnar og pakkið brauðinu inn í álpappír. Bakið í 15 mínútur og opnið álpappírinn. Bakið í 5 mínútur til viðbótar.