Það er gaman að gera vel við sig í mat og drykk um helgar en hér kemur uppskrift að sætkartöflu salati sem passar vel með alls kyns mat, en er líka alveg hreint frábært eitt og sér.
Hráefni:
3 stórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
1 lítill rauðlaukur, skorinn í þunna hálfmána
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
1/2 bolli þurrkuð trönuber
1/2 bolli fetaostur
1/4 bolli steinselja, söxuð
2 msk. eplaedik
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. hunang
1/2 tsk. kúmen
1/4 tsk. paprikukrydd
1/4 bolli extra virgin ólífuolía
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið kartöflur og rauðlaukinn á ofnplötu og drissið ólífuolíu yfir. Kryddið með salti og pipar og blandið öllu vel saman. Bakið kartöflurnar og laukinn í um 20 mínútur og leyfið þessu að kólna í 10 mínútur. Setjið síðan í skál. Blandið ediki, sinnepi, hunangi og kryddi saman í skál og bætið extra virgin olíunni varlega saman við og þeytið stanslaust þar til allt er vel blandað saman. Kryddið með salti og pipar. Bætið trönuberjum, fetaosti og steinselju við kartöflublönduna og blandið síðan sósunni saman við.