fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Unaðslegt sætkartöflu salat: Þetta er aðeins of einfalt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 18:00

Þetta salat er algjört æði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að gera vel við sig í mat og drykk um helgar en hér kemur uppskrift að sætkartöflu salati sem passar vel með alls kyns mat, en er líka alveg hreint frábært eitt og sér.

Sætkartöflu salat

Hráefni:

3 stórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í teninga
1 lítill rauðlaukur, skorinn í þunna hálfmána
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
1/2 bolli þurrkuð trönuber
1/2 bolli fetaostur
1/4 bolli steinselja, söxuð
2 msk. eplaedik
1 msk. Dijon sinnep
1 msk. hunang
1/2 tsk. kúmen
1/4 tsk. paprikukrydd
1/4 bolli extra virgin ólífuolía

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Setjið kartöflur og rauðlaukinn á ofnplötu og drissið ólífuolíu yfir. Kryddið með salti og pipar og blandið öllu vel saman. Bakið kartöflurnar og laukinn í um 20 mínútur og leyfið þessu að kólna í 10 mínútur. Setjið síðan í skál. Blandið ediki, sinnepi, hunangi og kryddi saman í skál og bætið extra virgin olíunni varlega saman við og þeytið stanslaust þar til allt er vel blandað saman. Kryddið með salti og pipar. Bætið trönuberjum, fetaosti og steinselju við kartöflublönduna og blandið síðan sósunni saman við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu