Þessi uppskrift kemur af vefnum Well-Fed Soul, en um er að ræða bæði vegan og glútenfrían kvöldverð sem bragð er af. Ekki skemmir fyrir hve fallegur hann er á litinn og á eflaust eftir að lýsa upp skammdegið.
Hráefni:
1 msk. kókosolía
2 meðalstórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í litla teninga
2 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
½ blómkálshaus, skorinn í bita
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
1 bolli grænar baunir, skornar í bita
2 dósir kókosmjólk
150 g tómatpúrra
½ bolli kasjúhnetur, látnar í bleyti í sjóðandi heitt vatn í 1–2 klukkustundir
1 msk. sítrónusafi
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk. garam masala
1 msk. karrý
2 tsk. kúmenkrydd
1½ tsk. þurrkaður kóríander
1 tsk. salt
1 tsk. túrmerik
½ tsk. chili krydd
1 bolli frosnar baunir
½ bolli ferskur kóríander
borið fram með brúnum hrísgrjónum, blómkálshrísgrjónum eða kínóa
Aðferð:
Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið kartöflu, gulrótum, blómkáli og lauk út í og steikið í 4 til 5 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið aðeins mjúkt. Blandið grænu baununum saman við. Búið síðan til Korma-sósuna. Setjið mjólk, púrru, hnetur, sítrónusafa, hvítlauk og allt kryddið í matvinnsluvél og blandið þar til sósan er silkimjúk. Hellið sósunni yfir grænmetið í pönnunni og hrærið varlega saman. Lækkið hitann og setjið lok yfir pönnuna. Leyfið þessu að malla í 15 til 20 mínútur og hrærið síðan frosnu baununum og fersku kóríander saman við. Leyfið þessu að malla í 1 til 2 mínútur til viðbótar áður en þið berið fram.