fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Ketó súkkulaðiostakaka með möndlu „Oreo“-botni

Fagurkerar
Fimmtudaginn 11. október 2018 08:30

Girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi uppskrift kemur frá Hönnu Þóru á vefsíðunni Fagurkerar og máttum við til með að deila henni.

Ketó súkkulaðiostakaka með möndlu „Oreo“-botni

Ostakökublanda – Hráefni:

100 gr smjör við stofuhita
200 gr hreinn rjómaostur við stofuhita
2 msk. Sukrin „flórsykur“ (fæst t.d. í Nettó í heilsudeildinni)
2 dl þeyttur rjómi eða 1 dós sýrður rjómi (fer eftir smekk hvers og eins)
2 tsk. vanilludropar
3 msk. hreint kakó

„Oreo“-möndlukurl – Hráefni:

1 dl möndlumjöl
2 tsk. kakóduft
2 msk. Sukrin „púðursykur“
smjörklípa

Eitthvað fyrir Ketó-liða.

Aðferð:

Byrja á því að þeyta rjómann og taka til hliðar. Í sömu skál skelli ég smjörinu og rjómaostinum ásamt vanilludropum, kakóinu og „flórsykrinum“ frá Sukrin og þeyti allt vel og lengi saman áður en rjómanum er bætt varlega út í. Á meðan ég er að þeyta ostablönduna bý ég til kurlið sem minnir mjög á Oreo! Ég set möndlumjöl á þurra pönnu og leyfi því aðeins að brúnast. Bæti svo 2 tsk. af kakói út á blönduna ásamt 2 msk. af Sukrin „púðursykri“ og smá klípu af smjöri. Tek þetta til hliðar og leyfi því að kólna áður en þetta er sett í botninn á fallegu glasi og ostakökublandan sett yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum