Stundum þarf maður að gera vel við sig í mat og hressa sig aðeins við. Þessi nachos-réttur ætti að virka vel í svoleiðis aðstæðum.
Hér fyrir neðan er myndband þar sem matreiðslumaður Delish fer yfir Nachos-gerð frá A til Ö, en fyrir neðan myndbandið er uppskriftin, sem er að sjálfsögðu ekki heilög.
Hráefni:
1 msk ólífuolía
1 stór laukur, saxaður
450 g nautahakk
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 msk taco-krydd
salt
1 dós af maukuðum baunum
¼ bolli vatn
1 stór pokur nachos-flögur
2 bollar rifinn cheddar
2 bollar rifinn ostur
½ bolli jalapeno
Ofan á:
1 lárpera, skorin í bita
1 stór tómatur, skorinn í bita
¼ bolli blaðlaukur, skorinn smátt
ferskur kóríander (má sleppa)
sýrður rjómi
„hot sauce)
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C og takið til stóra ofnskúffu. Klæðið hana með álpappír. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita og steikið laukinn í 5 mínútur. Bætið síðan hakkinu út í og steikið í 6 mínútur í viðbót. Hellið fitunni úr hakkinu og bætið hvítlauk, taco-kryddi og salti saman við. Eldið í 5 mínútur í viðbótar og bætið síðan baunum og vatni saman við. Hrærið þar til allt er blandað saman og setjið síðan blönduna til hliðar.
Raðið helmingnum af nachos-flögum í ofnskúffuna og setjið helminginn af hakkblöndunni, helminginn af ostinum og helminginn af jalapeno ofan á. Endurtakið og bakið þar til osturinn hefur bráðnað, eða í um 15 mínútur. Skreytið með því sem á að fara ofan á og berið fram.