fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Rækjusalat sem kemur á óvart og geggjuð pylsupítsa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. október 2018 14:00

Matseðill vikunnar er litríkur og fjölbreyttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný vika, ný vandamál í eldhúsinu þar sem heimilisfólkið reynir eins og það getur að finna eitthvað til að hafa í kvöldmat. Hér koma nokkrar uppástungur og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Mánudagur – lágkolvetna fiskur í raspi

Uppskrift frá Wholesome Recipe Box

Hráefni:

½ bolli hörfræ
½ bolli muldar möndlur (eða möndlumjöl)
¼ bolli rifinn parmesan ostur
½ tsk. sjávarsalt
1 tsk. paprikukrydd
½ tsk. laukkrydd
½ tsk. hvítlaukskrydd
¼ tsk. matarsódi
2 stór egg
450 g hvít fiskiflök, skorin í stóra bita
55 g smjör

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C og setjið stóra pönnu inn í ofninn og leyfið henni að hitna með honum. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Setjið egg í aðra skál og þeytið vel. Dýfið fiskbitunum í þurrefnablönduna, síðan í eggin og svo aftur í þurrefnablönduna. Takið pönnuna varlega úr ofninum þegar hún er heit og bræðið sirka 3 matskeiðar af smjöri á henni. Steikið fiskinn í 10 mínútur. Snúið bitunum síðan við, bætið restinni af smjörinu saman við og bakið í 5 til 10 mínútur til viðbótar. Leyfið fisknum að hvíla í pönnunni í 5 mínútur áður en hann er borinn fram.

Fiskur í raspi.

Þriðjudagur – Óvenjulegt rækjusalat

Uppskrift frá Primavera Kitchen

Hráefni:

450 g risarækjur, pillaðar
1 msk. smjör
1 msk. ólífuolía + 4 msk.
salt og pipar
1 gúrka, skorin í bita
1 rauðlaukur, smátt saxaður
1 rauð paprika, söxuð
2 meðalstórar lárperur, skornar í bita
1 msk. fersk steinselja, söxuð
2 msk. sítrónusafi

Aðferð:

Þurrkið rækjurnar með pappírsþurrku. Hitið smjör og eina matskeið af olíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjunum út í og saltið og piprið. Eldið í um 1 til 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru eldaðar í gegn. Setjð rækjurnar í stóra salatskál ásamt gúrku, rauðlauk, papriku og lárperu. Blandið sítrónusafa, 4 matskeiðum af olíu og salti og pipar saman í lítilli skál. Smakkið til og hellið yfir salatið. Hrærið í salatinu og berið fram.

Salat með risarækjum.

Miðvikudagur – Heitfeng kjötsúpa

Uppskrift af lambakjot.is

Hráefni:

1 kg fyrsta flokks súpukjöt
2 msk. hunang
1 grasker
2 laukar
100 gr spínat (má sleppa)
500 ml kókosmjólk
1 lítri vatn og kjúklingakraftur

Kryddmauk – hráefni:

2 stilkar sítrónugras
2 chillibelgir
1 góður biti engifer (60 gr)
túrmerik á hnífsoddi
2 msk. ólífuolía
7 msk. tómatpúrra
3 hvítlauksgeirar
2 sítrónur (safi og rifinn börkur)
1 límóna (safi og rifinn börkur)
2 dl vatn

Aðferð:

Skerið kjötið niður í bita sem passa vel í skeið. Brúnið á pönnu þar til fallegum lit er náð. Geymið meðan súpugrunnurinn er unninn. Setjið allt í matvinnsluvél sem á að fara í kryddmaukið og maukið. Þá er kryddmaukið klárt fyrir súpugerðina. Hitið olíu í potti, bætið kryddmaukinu út í og steikið vel (um 2-3 mínútur). Bætið brytjuðum lauknum og hunanginu út í og látið malla í um 5 mínútur. Hellið þá kókosmjólkinni og vatninu með kjúklingakraftinum út í. Náið upp suðu, bætið þá kjötinu út í og sjóðið varlega í eina klukkustund. Brytjið graskerið og bætið út í, það þarf að sjóðaí 10-15 mínútur. Spínatinu er svo bætt í þegar súpan er borin fram.

Kjötsúpan yljar.

Fimmtudagur – Einfalt Carbonara

Hráefni:

225 g spagettí
110 g beikon, skorið í litla bita
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
2 stór egg
½ bolli rifinn parmesan ostur
¼ tsk salt
¼ tsk pipar
2 msk. pastavatn (vatnið sem verður eftir þegar búið er að sjóða pastað)

Aðferð:

Eldið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Haldið eftir ¼ bolla af vatninu sem þið suðuð spagettíið í. Eldið beikonið og þerrið það á pappírsþurrku. Hafið beikonfituna í pönnunni. Blandið eggjum, parmesan osti, salti, pipar og 2 matskeiðum af pastavatni aman í skál. Hitið beikonfituna í pönnunni yfir meðalhita og bætið síðan hvítlauk saman við. Eldið í 45 til 60 sekúndur, eða þar til hvítlaukslyktin fyllir vitin. Bætið pastanu og beikoni saman við og hrærið. Hellið eggjablöndunni saman við og blandið öllu rösklega saman í 30 til 40 sekúndur, eða þar til sósan hefur þykknað. Takið af hitanum. Ef sósan er of þykk er hægt að bæta smá meira af pastavatninu saman við. Skreytið með meiri parmesan osti og kryddjurtum og berið strax fram.

Carbonara.

Föstudagur – Pylsupítsa

Hráefni – Pítsadeig:

2 bollar volgt vatn
1 msk. þurrger
1 msk. sykur
1 tsk. sjávarsalt
1 msk. ólíuolía
5½ bolli hveiti

Aðferð:

Byrjið á því að hita ofninn í 200°C og taka til tvær ofnplötur, eða pítsugrindur. Ef þið notið plötur þá klæðið þið þær með smjörpappír. Blandið vatni, geri og sykri saman í skál og leyfið þessu að bíða í 5-8 mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða.
Blandið þá salti, ólífuolíu og 4 bollum af hveiti saman við og vinnið vel saman. Bætið síðan hveiti saman við þar til deigið er hætt að vera klístrað. Það á í raun að vera þannig eftir nokkuð hnoð að ef maður ýtir í það með puttanum að það jafni sig aftur eftir smá stund. Skiptið deiginu í tvo hluta og búið til kúlur úr þeim. Setjið þær á hreinan borðflöt, setjið hreint viskastykki yfir og leyfið þeim að hefast í 10 til 15 mínútur.

Hráefni – Álegg:

8–10 pylsur, skornar í bita
4 meðalstórir laukar, saxaðir
3–4 msk. sterk tómatsósa
3–4 msk. sterkt sinnep
jalapeno (má sleppa)
chiliflögur (má sleppa)
salt og sykur
2 msk. ólíuolía
rifinn ostur

Aðferð:

Hitið olíuna í önnu yfir meðalhita og eldið lauk í 15 til 20 mínútur. Hrærið reglulega í lauknum og saltið. Bætið sykrinum saman við og eldið í 5 til 10 mínútur til viðbótar. Blandið tómatsósu og sinnepi saman. Smyrjið smá af sósunni á pítsubotninn. Setjið pylsur, lauk, jalapeno og rifinn ost ofan á. Penslið pítsukantana með ólífuolíu. Setjið pítsurnar síðan inn í ofn þangað til osturinn og kantarnir eru farnir að brúnast, eða í um 10 til 15 mínútur. Úr þessari uppskrift fást sirka 3 meðalstórar pítsur.

Óvenjuleg pítsa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Amorim er fluttur út
Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna