Ef þú ert aðdáandi franskrar lauksúpu, þá er þetta akkúrat uppskrift fyrir þig. Getur ekki klikkað!
Hráefni:
4 msk smjör
3 laukar, skornir í þunna hálfmána
2 msk hveiti
salt og pipar
1/2 bolli hvítvín
2 bollar kjúklingasoð
4 bollar nautasoð
8 greinar af fersku timjan + meira til að skreyta með
8 baguette-brauðsneiðar
1 bolli rifinn Gruyére-ostur (eða annar rifinn ostur)
Aðferð:
Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauknum saman við og eldið í um 25 mínútur og hrærið reglulega í þar til laukurinn er ljósbrúnn og flottur. Bætið hveitinu saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Kryddið með salti og pipar og bætið síðan hvítvíni saman við. Náið upp léttri suðu og látið malla í 3 mínútur. Bætið kjúklinga- og nautasoði og timjan út í og náið upp suðu. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í um korter. Saltið og piprið eftir smekk og takið timjangreinarnar úr súpunni.
Raðið brauðsneiðunum á ofnplötu sem klædd er með smjörpappír og drissið osti yfir. Hitið í ofni á háum hita þar til osturinn er bráðnaður. Berið súpuna fram með brauðinu og skreytið með timjan ef vill.