fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Matur

Bakaðir lambaskankar með rósmaríni, hvítvíni, hvítlauk og kúskús

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 13:00

Girnilegt!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi girnilega uppskrift kemur af vefnum lambakjot.is og ætti að gefa einhverjum innblástur fyrir sunnudagsmatinn.

Bakaðir lambaskankar með rósmaríni, hvítvíni, hvítlauk og kúskús

Hráefni:

8 lambaskankarsalt og nýmalaður pipar
2 laukar, skrældir og skornir í báta
1 heill hvítlaukur
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3–4 rósmaríngreinar eða 1 msk
þurrkað rósmarín
3½ dl hvítvín eða mysa
3 dl vatn
3 dl kúskús

Aðferð:

Kryddið skanka með salti og pipar og setjið í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt laukbátum. Færið í 190°C heitan ofn í 10 mín eða þar til skankarnir og laukurinn hafa tekið fallegan brúnan lit. Bætið þá heilum hvítlauk, söxuðum hvítlauksgeirum, rósmaríni og hvítvíni eða mysu í mótið og lækkið hitann í 150°C. Bakið í 1 ½-2 klst. Takið þá mótið úr ofninum og bætið vatni og kúskús í mótið. Hyljið með álpappír og látið standa í 10 mín. Hrærið aðeins upp í kúskúsinu og berið fram með salati og brauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma