Auðvitað er ekki til djúpsteikingarpottur á hverju einasta heimili, en það er óþarfi að splæsa í svoleiðis til þess að búa til dásamlegan, stökkan og safaríkan djúpsteiktan kjúkling.
Eins og flestir vita er þetta ekki hollasta fæða í heimi, en góð er hún. Fullkominn helgarmatur.
Hráefni:
14 kjúklingaleggir, eða 7 leggir og 7 læri
1 – 2 lítrar olía til steikingar
2 bollar hveiti
2 msk. maíssterkja
1½ msk. hvítlaukssalt
1 tsk. cayenne pipar krydd
1 tsk. hvítur pipar
½ msk. reykt paprikukrydd
1 msk. salt
1 tsk. svartur pipar
½ msk. engiferkrydd
2 stór egg
1¾ bolli súrmjólk
1½ bolli hveiti
2 msk. hvítlaukskrydd
½ tsk. cayenne pipar
1 tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar
Aðferð:
Þurrkið kjúklinginn með pappírsþurrkum og leyfið honum að þorna á eldhúsborði í 15 mínútur. Stráið smá salti og pipar yfir hann og setjið til hliðar. Blandið síðan 2 bollum af hveiti, maíssterkju, 1½ matskeið af hvítlaukssalti, 1 teskeið af cayenne pipar, hvítum pipar, reyktu paprikukryddi, 1 matskeið af salti, 1 teskeið af svörtum pipar og engiferkryddi saman í skál og setjið til hliðar.
Blandið eggjum, súrmjólk, hveiti og restinni af kryddinu saman í annarri skál. Takið svo til stóran pott og hitið olíuna þar til hún nær 160°C gráðu hita. Á meðan dýfið þið kjúklingabitunum í þurrefnablönduna, síðan í blautu blönduna og síðan aftur í þurrefnablönduna. Djúpsteikið síðan kjúklinginn í um 15 mínútur, en passið ykkur að setja hann í og taka hann úr olíunni með töng svo þið brennið ykkur ekki.
Gott er að setja kjúklinginn síðan á grind með disk undir svo mesta olían geti lekið af honum. Leyfið honum að kólna í tíu mínútur áður en kjúklingurinn er borinn fram.