fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Hvað er í matinn? Sænskar kjötbollur hitta í mark

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 16:00

Kjötbollur eru klassískur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskar kjötbollur eru afskaplega gómsætar í kvöldmat og henta vel fyrir allan aldur. Sósan sem fylgir þessum er gjörsamlega geggjuð og við mælum með að þið prófið hana, þó þið eigið ykkar eigin sósuuppskrift fyrir kjötbollur.

Sænskar kjötbollur

Kjötbollur – Hráefni:

2 sneiðar hvítt brauð án skorpu
¼ bolli mjólk
2 msk. smjör
½ bolli laukur, smátt saxaður
1 tsk. salt
450 g nautahakk
225 g svínahakk
1 stór eggjarauða
½ tsk. pipar
½ tsk. allrahanda
¼ tsk. múskat

Sósa – Hraéfni:

2 msk. smjör
¼ bolli hveiti
1½ bolli nautasoð
½ bolli rjómi
¼ bolli sýrður rjómi
1 tsk. Dijon sinnep
Salt og pipar eftir smekk
Steinselja eftir smekk

Við erum hrifin af kjötbollum í minni kantinum.

Aðferð:

Rífið brauðið í litla bita og setjið í skál ásamt mjólkinni. Setjið til hliðar. Takið ykkur pönnu í hönd og bræðið eina matskeið af smjöri yfir meðalhita. Bætið lauknum og smá salti í pönnuna og eldið þar til laukurinn er mjúkur, eða í um 4 til 5 mínútur.

Blandið brauðblöndunni saman við hakkið, eggjarauðu, 1 teskeið af salti, pipar, allrahanda, múskati og lauk. Hnoðið vel saman og búið til bollur úr blöndunni. Hitið eina matskeið af smjöri á pönnunni yfir meðalhita. Bætið bollunum út í smjörið í hollum og steikið í 7 til 10 mínútur. Eldunartíminn fer að sjálfsögðu eftir stærð bollanna. Setjið eldaðar bollur á disk og klæðið með álpappír.

Þegar búið er að elda allar kjötbollurnar er hitinn lækkaður og 2 matskeiðar af smjöri bræddar á pönnunni. Hveiti er bætt í pönnuna og hrært stanslaust í um mínútu. Síðan er nautasoðinu og rjómanum bætt við og þeytt þar til sósan þykknar. Þá er sýrða rjómanum og sinnepinu bætt út í og sósan látin malla í smá stund. Saltið og piprið eftir smekk og bætið síðan kjötbollunum út í sósuna og hitið í 1 til 2 mínútur. Skreytið með ferskri steinselju og berið fram, jafnvel með góðri kartöflumús og salati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb