fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Þessi súkkulaðikaka er ekki af þessum heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 15:00

Þessi er rosaleg!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á uppskrift að trufflu súkkulaðiköku á Facebook-síðu merkisins Nicolas Vahé á Íslandi og bara urðum að fá leyfi til að birta hana. Þessi er ólýsanlega girnileg.

Trufflu súkkulaðikaka

Hráefni:

175 g Nicolas Vahé súkkulaði trufflur / „lakkrís“
175 g smjör
175 g Nicolas Vahé sykur „salt karamellu“
7 eggjarauður
4,5 eggjahvítur
20 g mjúkt smjör
10 g sykur
20 g kakó

Ofboðslega girnileg kaka.

Aðferð:

Bræðið 175 g af smjöri og súkkulaði í skál yfir potti með heitu vatni. Blandið 2/3 af sykrinum út í eggjarauðurnar og þeytið þar til blandan er orðin hvít á lit. Þeytið eggjahvítur í annarri skál þar til þar eru orðnar stífar. Bætið sykri út í smátt og smátt í einu. Blandaðu súkkulaðinu varlega út í þeyttu eggjarauðurnar. Síðan er eggjahvítunum bandað rólega saman við og hrært varlega þar til allt blandast saman.

Smyrjið hringlótt bökunarform með smjöri. Hristið smá sykur yfir og hvolfið forminu þannig að umfram sykur hrynji úr. Þetta gerir það að verkum að það er auðveldara að losa kökuna úr forminu. Setjið helminginn af blöndunni í bökunarformið og bakið í ofni við 175 ° C í u.þ.b. 30 mínútur. Setjið hinn helminginn af blöndunni í kæli.

Fjarlægðu köku úr ofninum þó hún líti ekki út fyrir að vera tilbúin. Þegar þú fjarlægir kökuna úr ofninum þá mun kakan falla en það er eðlilegt. Látið kökuna kólna í kæli.

Setjið restina af blöndunni yfir kökuna og dreifið jafnt út. Setjið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Losið kökuna úr forminu og setjið á disk. Dustið örlitlu kakói eða flórsykri yfir og berið fram með berjum og ef til vill þeyttum rjóma eða vanilluís.

Tími: 60 mínútur. Fyrir 6 manns.

Þessi kætir í skammdeginu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum