fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Besta letibrauðið: „Ég hef bakað mörg brauð í gegnum tíðina en þetta slær þau öll út“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 17:00

Dásamlegt letibrauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt betra en nýbakað brauð, en Guðrún Hálfdánardóttir lumar á afskaplega einföldu brauði sem bakað er í leirpotti. Uppskriftina fékk hún frá vinkonu sinni Ernu Herbertsdóttur, en uppruni uppskriftarinnar liggur ekki ljós fyrir.

„Ég hef bakað mörg brauð í gegnum tíðina en þetta slær þau öll út. Það er svakalega einfalt og fljótlegt, nema hefunin,“ segir Guðrún, en brauðið þarf að hefast í 15 til 19 klukkustundir. Hún mælir með að undirbúa brauðið daginn áður en það bakast.

„Ég hef gert nokkur deig að kveldi og tekið fimmtíu manns í súpu daginn eftir með nýbökuð brauð beint úr ofninum.“

Guðrún leggur áherslu á að brauðið sé best bakað í leirpotti sem hitað er í ofni áður en deigið er sett í hann. Þeir sem eiga ekki leirpott, en ætla að fjárfesta í slíkum, þurfa þá að muna að bleyta pottinn lítið eitt áður en bakað er í honum.

En nóg af málalengingum – hér kemur uppskrift að besta letibrauðinu.

Hráefni:

3 bollar hveiti
1 ½ tsk salt
¼ tsk ger
1 ½ bolli ylvolgt vatn

Aðferð:

Deigið er hrært létt saman og látið hefast í 15-19 klukkustundir.

Allt rétt hrært saman. Deigið látið hefast undir loki/plasti í 15 til 19 klukkustundir. Svo er deigið aðeins tekið saman. Ekkert hnoð, nema þið viljið. Hita ofn í 250°C og ofnpotturinn sem baka á í hitnar með ofninum. Deigið sett í ofnpottinn þegar réttum hita er náð. Það er mjög mikilvægt að potturinn hitni inni í ofninum til að góð skorpa fáist á brauðið.

Deigið komið í leirpottinn.

Bakað í 30 mínútur. Lokið tekið af. Hitinn lækkaður í 230°C og bakað í 10-20 mínútur til viðbótar.

Guðrún tekur fram að þetta sé grunnuppskrift og hægt sé að bæta ýmsu út í brauðið áður en það er bakað. Til dæmis:

Sólþurrkaðir tómatar
Ólífur
Ristuð fræ
Rifinn mexíkóostur
Pítsakrydd

Guðrún segir best að baka brauðið í leirpotti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum