fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Sunnudagsmatur á þrjátíu mínútum: Hressandi rækjur og spaghettí

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 30. september 2018 16:00

Einstaklega einfaldur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er einstaklega einfaldur og tilvalinn að grípa í hann þegar maður hefur ekki hugmynd um hvað maður á að elda. Hann er í sterkara lagi, en ef hann er borinn fram fyrir börn mælum við með að taka út sterku sósurnar og chili-flögurnar.

Hressandi rækjur og spaghettí

Hráefni:

225 g spaghettí
225 g verkaðar risarækjur
1 msk ólífuolía
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 tsk reykt paprikukrydd
salt og pipar
2 msk fersk steinselja, söxuð

Sósa – Hráefni:

1/2 bolli mæjónes
1/4 bolli Thai sweet chili-sósa
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
safi úr hálfu súraldin
1 tsk Sriracha-sósa (má sleppa)
örlítið af þurrkuðum chili-flögum

Aðferð:

Byrjið á því að búa til sósuna. Blandið öllum hráefnum vel saman og smakkið til.

Setjið vatn í stóran pott og saltið það. Setjið það á hellu yfir háum hita og náið upp suðu. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum.

Hitið ofninn í 200°C og smyrjið ofnskúffu með smá ólífuolíu. Setjið rækjurnar í skúffuna og drissið ólífuolíu yfir þær. Kryddið þær með hvítlauk, paprikukryddi og salti og pipar. Hrærið létt í rækjunum til að allar séu vel kryddaðar. Setjið inn í ofn og bakið í 6 til 8 mínútur, eða þar til þær eru fagurbleikar og eldaðar.

Blandið rækjum, spaghettíi og sósu vel saman í stórri skál og berið strax fram, skreytt með saxaðri steinselju og jafnvel ferskum, rauðum chili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum