fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Ketó-liðar athugið: Þessar pönnukökur gera morguninn betri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 30. september 2018 08:40

Þessar eru góðar með smjöri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem fylgja svokölluðu ketó-mataræði, eða lágkolvetna mataræði, ættu að leggja þessa uppskrift á minnið. Hér eru komnar dúnmjúkar pönnukökur sem gera morguninn bara örlítið betri.

Horfið á myndbandið og lesið svo uppskriftina hér fyrir neðan.

Ketó-pönnukökur

Hráefni:

½ bolli möndlumjöl
115 g mjúkur rjómaostur
4 stór egg
1 tsk rifinn sítrónubörkur
smjör til að steikja

Aðferð:

Blandið mjöli, rjómaosti, eggjum og berkinum saman þar blandan er kekkjalaus. Bræðið 1 matskeið af smjöri yfir meðalhita á góðri pönnu. Hellið um það bil 3 matskeiðum af pönnukökublöndunni á pönnuna og steikið í 2 mínútur á hvorri hlið. Svona gerið þið koll af kolli þar til deigið er búið, en dásamlegt er að bera þessar fram með smjöri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna