Í tilefni af opnun nýs matarvefjar á dv.is ákváðum við að fara á stúfana og finna bestu hamborgara á Íslandi. Því kynnum við með stolti bestu hamborgara um gjörvallt landið, með tilheyrandi munnvatnskitli.
„Ég get alltaf skotið á mig Búlluborgara, þannig af skyldurækni nefni ég Búlluna.“
„Stökkar mjóar McDonalds-stæl fröllur, bearnaise-sósa, súrar gúrkur og sjeik til að skola þessu öllu niður. Búllan er eins og gamall vinur sem er alltaf til í að spjalla. Ekki sá mest spennandi en alltaf notalegur.“
„Jói Fel og ég bæti við súrum gúrkum. Það er bara eitthvað við Búlluna. Ég hef farið á alla staðina og þeir eru allir æðislegir. Jói Fel er með beikoni og barbekjúsósu og hér er allt í jafnvægi. Þetta er besti hamborgari í heimi.“
„Gengur alltaf að því sama vísu og ekki spillir þjónustan. Framúrskarandi þegar hún þarf ekki endilega að vera það.“
„Steikarborgarinn á Búllunni – heiðarlegasti borgarinn í bænum. Maður gengur alltaf að sömu gæðunum og hann er sjúklega safaríkur og bragðgóður.“
„Besti borgari landsins er á Búllunni. Tommi hefur átt besta hamborgara landsins frá því ég man eftir mér. Heiðarleikinn í Búlluborgaranum er botnlaus. Engir stælar, bara geggjaður hamborgari.“
„Það verður ekki mikið klassískara. Svo er allt starfsfólkið svo yndislegt og bearnaise-sósan með frönskunum bjargar deginum.“
„Hamborgarinn Kóngurinn er sannur vinur þegar á reynir. Fullkominn.“
„Ekki verið að klína of miklu af óþarfa brögðum með. Less is more.“
„Búllan er bara Búllan, samkvæm sjálfri sér og „basic“, alltaf gott. Meðmæli mín: Tilboð aldarinnar með jarðaberjasjeik, grípa svo súrar og gult sinnep með og setja á borgarann.“
„Zinatra-borgarinn með gráðaosti og rauðlaukssultu frá Le Kock – það er allt við þennan borgara sem er gott og meðlætið líka. Svo gott!“
„Le Kock-hamborgarinn er stórkostlegur. Ég vel steikta kartöflusmælkið frekar en það gríska.“
„Le Kock eru að koma sterkir inn. Hamborgarabrauðin þeirra eru líklegast búin til á annarri plánetu.“
„Næstbesti borgari landsins er á Le Kock. Mæta með öskrandi stæla og stuð og reiða fram hrikalega djúsí borgara. „Basic“-borgarinn geggjaður og svo eru Zinatra og Cruise hrikalega góðir líka – og smælkið fullkomið með.“
„Le Kock er massívur valkostur og kartöflurnar eru af öðrum heimi. Kitlar bragðlaukana þar til þeir geta ekki meir.“
„Grænmetisborgarinn á Le Kock. Svona á að gera grænmetismat! Margir halda að grænmetisfæði sé fyrir fólk í megrun. Þessi er fullkomlega sveittur og rosalega djúsí.“
„Gæði, fullkomin steiking, gott brauð og ekkert kjaftæði. Bara borgari sem gleður maga, hjarta og sál.“
„Hamborgarinn á Grillmarkaðnum er ægilega góður. Gott kjöt, safaríkur og hráefnið ferskt. Ef ég ætti að líkja honum við eitthvað þá er það samblanda af Ryan Gosling í Drive og Reese Witherspoon í Legally Blonde. Dularfullur og kemur á óvart. Þau ættu að vera saman finnst mér.“
„Borgararnir valda aldrei vonbrigðum. ALDREI!“
„Sko. Ég fæ alltaf kjötsvita af þessum börger svo ég get bara borðað hálfan og þarf svo að fara heim og leggja mig. En hann er þess virði, sérstaklega því honum fylgja krullufranskar, hvernig er hægt annað en að elska krullufranskar?! Þetta er svona sparibörger.“
„Grillmarkaðurinn er lúxusútgáfan af borgaranum. Góður í góðærinu.“
„Án efa vanmetnasti hamborgarastaður landsins. Hann er langbestur – þið bara vitið það ekki enn þá.“
„Geggjaður borgari. Buffið er grófhakkað og steikist því frábærlega, djúsí en samt með góðri krispí steikarskorpu. Block-sósan er líka svo ljúf með pipruðum undirtóni buffsins. Stór, safarík tómatsneið kórónar svo allt saman. Með bestu frönskum bæjarins.“
„Virkilega djúsí stöff.“
„Empire state á Roadhouse. Sennilega borgarinn sem er með stærsta kolefnasporið enda á þremur hæðum. Til þess að vega upp á móti því þá fær maður að kenna á því og nærist ekki í dágóðan tíma á eftir. Sennilega ekki fyrr en daginn eftir. Því er kolefnasporið ekki eins stórt og virðist í fyrstu. Ég ætla að segja að vart sé að finna máltíð þar sem fleiri dýr hafa legið í valnum. Fær mann til þess að vera stoltur af því að vera efstur í fæðukeðjunni. Áfram mannkyn!“
„Roadhouse – King of the road. Hamborgari, reyktur grísahnakki, svissaður laukur, Maribo-ostur, sinnepsgljái og Roadhouse-sósa. Þessi er númer 1 hjá mér, með frönskum sem eru svo gómsætar og ég tala nú ekki um Roadhouse-mæjó með. Þessi samsetning er fullkomin. Bragðlaukarnir hreinlega dansa af unaði.“
„Trylltur borgarinn þar og allt sem borið er fram með honum.“
„Selfoss er klárlega matarhöfuðborg Suðurlandsins og Kaffi Krús er kóngurinn og drottningin í borgurum.“
„Grillaður Eldfell-borgari. Vel kryddað, sérvalið nautakjöt „spæsí cilli mæjó“, með heimareyktum osti, salati, tómötum rauðlaukssultu. Borinn fram með smælki. Nammi! Ekki skemmir fyrir notalegt umhverfi í glæsilegu húsnæði. Fjölskyldustaður þar sem allir finna eitthvað gott. Gott verð skemmir ekki fyrir.“
„Truffluborgarinn á Gott. Sérvalið nautakjöt, trufflusveppamauk, trufflumæjó. Hér er hugað að hverju smáatriði eins og í öðrum réttum á þessum frábæra veitingastað.“
„DJ Grill á Akureyri. Zurgbassinn er einfaldlega besta nafn á hamborgara í sögu mannkyns. Og hann er góður, ógeðslega góður. Og það er fótbolti í sjónvarpinu á meðan þú borðar. Ég hef einu sinni keyrt til Akureyrar bara til að fá Zurgbassann.“
„Á Akureyri er að finna hamborgaraparadís og sú paradís heitir DJ Grill.“
„Nautaborgarinn frá Gló. Pínu „spæsí“ en hrikalega góður.“
„Glóborgarinn er holla týpan eða þykist allavega vera það. Gló glæðir skammdegið og samviskuna.“
„Alvöru djúsí burger – elska að fá rifin líka með, það tekur hann í hæstu hæðir.“
„Ég er mjög hrifin af þeim – sérstaklega því það er hægt að fara á náttfötunum í lúguna. Dýrka það konsept.“
Apótekið, Tuddinn í Hvalfirði, Hamborgarafabrikkan, Vitabar, Big Lebowski, American Style, Prikið, Íslenski barinn, Billiardbarinn, Krydd, Pylsubarinn í Hafnarfirði, The Gastro Truck, Haninn, Veganæs, Hard Rock Café.
Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri, skemmtikraftur og kolvetnahákur, Viðar Guðjónsson, lífskúnstner og heimsborgari, Sigga Dögg, kynfræðingur, Júlíus Jóhannsson, fasteignasali og matgæðingur, Valur Gunnarsson, rithöfundur og doktorsnemi, Þórunn Högna, stílisti, Gunnar Helgason, rithöfundur, leikstjóri og leikari, Anna Kristín Magnúsdóttir, verslunareigandi, Ellý Ármanns, fjöllistakona og flotþerapisti, Bergrún Íris Sævarsdóttir, blaðamaður, teiknari og rithöfundur, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, rithöfundur, sjónvarpsstjarna og matargúrú, Jón Gunnar Geirdal, almannatengill, Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona, Margrét Erla Maack, skemmtikraftur, fjöllistadís, burlesque-mamma, Andri Freyr Viðarsson, útvarpsstjarna, Eðvarð Atli Birgisson, hönnuður, Jón Viktor Gunnarsson, (Börger-Nonni), Sylvía Blöndal, Sölvi Fannar, líkamsræktargúrú og listamaður, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, fjölmiðlakona.