fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Fullkominn hversdags kjúlli sem flestir fíla

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist ætla að vera lífseig barátta að finna út úr því hvað sé í kvöldmatinn á hverjum einasta degi. Þessi uppskrift gæti tekið þann hausverk af einhverjum þarna úti, en um er að ræða einfalda uppskrift að kjúklingi í hvítlauks- og sítrónusósu. Fersk sósan fer einstaklega vel með kjúklingakjötinu og svo er ekki verra að bera réttinn fram með pasta, hrísgrjónum, salati eða brauði.

Sítrónu- og hvítlaukskjúlli

Kjúklingur – hráefni:

900 g kjúklingalæri á beini
salt og pipar
smá paprikukrydd og malað kúmen (má sleppa)
1 msk smjör
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk Worcestershire-sósa

Sítrónusósa – hráefni:

rifinn börkur af 1 sítrónu
3 msk nýkreistur sítrónusafi
½ msk sykur
1 tsk dijon sinnep
½ tsk salt
¾ bolli rjómi
3 msk steinselja, söxuð (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Skolið kjúklingalærin og þerrið þau með viskastykki. Kryddið allar hliðar kjúklingsins með salti og pipar og dustið svo papriku og kúmeni yfir lærin ef þið notið það.

Takið ykkur stóra pönnu í hönd og hitið yfir meðalhita. Bræðið smjörið í pönnunni og setjið síðan lærin á pönnuna þannig að skinnið snúið niður. Steikið þar til skinnið er stökkt og gott, eða í um 3 mínútur.

Snúið kjúklingnum við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Slökkvið á hellunni og takið kjúklinginn úr pönnunni. Setjið hvítlauk og Worcestershire-sósu í pönnuna og setjið kjúklinginn aftur í pönnuna þannig að skinnið snúi niður. Setjið pönnuna í ofninn og bakið í 25-30 mínútur, eða þar til lærin eru fullelduð.
Takið kjúklinginn úr pönnunni og setjið pönnuna aftur á eldavélina og hitið yfir meðalhita. Blandið öllum hráefnunum í sítrónusósuna saman, það er sítrónuberki, safa, sykri, sinnepi, salti og rjóma, og hellið í pönnuna. Smakkið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að malla í 2 til 3 mínútur og setjið kjúklinginn síðan í sósuna í um 2 mínútur. Takið pönnuna af hellunni og bætið pasta eða hrísgrjónum út í réttinn ef þið viljið. Skreytið með ferskri steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum