fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Þetta er uppáhaldssúpa drottningarinnar: Langt frá því hefðbundin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 08:00

Ansi lífleg súpa sem drottningin elskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Queen of the World er væntanleg á HBO, en myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Elísabetu Bretadrottningu.

Í myndinni er meðal annars rætt við konunglega kokkinn Mark Flanagan þar sem hann ljóstrar því upp að karabískur matur sé afar vinsæll hjá drottningunni, þá sérstaklega svokölluð „callaloo“ súpa. Sagt er frá þessu á heimsíðu fréttamiðilsins Express.

Því finnst okkur tilvalið að deila uppskrift að þessari frægu súpu, en þar sem við búum ekki svo vel að geta gætt okkur á sama káli og er notað í súpuna við Karabíska hafið notum við spínat í staðinn.

Elísabet er greinilega til í að prófa nýja hluti.

Konungleg „callaloo“ súpa

Hráefni:

1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
smá bútur engifer, saxað
1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í teninga
2 jalapeno, saxaðir
6 sneiðar eldað beikon
4 bollar spínat, saxað
3 bollar vatn eða kjúklingasoð
safi úr 2 súraldinum
1 bolli kóríander, saxað
1 msk allrahanda
1 msk túrmerik
salt og pipar
2 bollar okra eða eggaldin, skorið niður

Aðferð:

Hitið olíu í stórum súpupotti og svissið síðan lauk, hvítlauk, beikon, jalapeno og engifer. Bætið sætu kartöflunni við og eldið í 2 til 3 mínútur. Bætið kryddunum saman við og eldið í mínútu til viðbótar. Bætið vatni eða soði út í og náið upp suðu í súpunni. Bætið spínati og okra/eggaldin saman við. Látið malla í 15 mínútur og bætið síðan súraldinsafa og kóríander saman við. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Eldið súpuna þar sem kartaflan er orðin mjúk. Maukið þá súpuna með töfrasprota eða hellið herlegheitunum í blandara. Smakkið aftur til og berið fram, jafnvel með ferskum kóríander.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu