fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Grænt og vænt: Vegan súpa sem kemur á óvart

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 19:00

Vanessa drissar svörtum pipar yfir súpuna áður en hún er borin fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veganistan Vanessa Croessmann heldur úti blogginu Vegan Family Recipes þar sem hún deilir ýmsum vegan uppskriftum, jafnt fyrir stóra sem smáa.

Það má með sanni segja að uppskriftir Vanessu séu litríkar og girnilegar og nýtur hún talsverðra vinsælda hjá matarunnendum, bæði þeim sem eru vegan og þeim sem leggja sér kjöt til munns.

Hér er ein af uppskriftunum hennar Vanessu, en þessi súpa kemur skemmtilega á óvart. Hún er fallega græn og afskaplega bragðgóð og jafnvel yngsta kynslóðin vílar ekki fyrir sér að borða allt það græna sem í hana fer.

Blóm- og grænkálssúpa

Hráefni:

1 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 blómkálshaus
3-4 bollar af grænkáli (ekki stilkana með samt)
2,5 l grænmetissoð

Allt er vænt sem vel er grænt.

Aðferð:

Skerið blómkálshausinn í bita. Hitið ólífuolíu í stórum súpupotti og bætið lauknum út í olíuna þegar hún hefur náð góðum hita. Steikið laukinn í 5 til 7 mínútur eða þar til laukurinn verður gegnsær. Bætið þá hvítlauknum út í og steikið í 2 mínútur til viðbótar þar til hvítlaukslyktin fyllir vitin.

Bætið blómkáli, grænkáli og soðinu við og náið upp suðu í súpunni. Lækkið síðan hitann og leyfið súpunni að malla í 10 til 15 mínútur, eða þar til kálið er farið að mýkjast. Takið þá pottinn af hellunni og maukið herlegheitin með töfrasprota. Setjið pottinn aftur á helluna og látið malla í 10 mínútur til viðbótar.

Hægt er að gera súpuna rjómalagaða með því að bæta einum bolla af kókosmjólk saman við og leyfa súpunni að malla í aðrar 5 mínútur.
Vanessa segir súpuna alls ekki vera heilaga og að fólk geti leikið sér með ýmis krydd við gerð hennar, allt eftir smekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb