fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Bananabrauð Röggu Nagla: Haframjöl – hugsað út fyrir hafragrautinn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Fyrr á árinu gaf hún út Haframjöls uppskriftahefti, sem kennir okkur að nota haframjög á splunkunýjan hátt og hugsa út fyrir gamla grautinn. Enginn sykur, engin aukaefni, ekkert vesen. Tilvalið hefti fyrir matarperra sem vilja safna góðum og girnilegum hollustuhugmyndum í gagnabankann.

Bananabrauð

Þykk sneið af þessu brauði er guðsgjöf til mannkyns og með þykkri slummu af MONKI grófu möndlusmjöri eða gamla góða skólaostinum getur það dimmu í dagsljós breytt á örfáum sekúndum.

Uppskrift
550 g vel lífsreyndur banani
225 g Himnesk hollusta fínvalsað haframjöl
½ tsk. kanill
½ tsk. negull
klípa salt
½ tsk. matarsódi
100 ml Good Good sykurlaust síróp

Aðferð
Hita ofn í 180°C
Smyrja brauðform 20×11 cm. með fljótandi kókosolíu (Himnesk hollusta)
Hræra öllu saman með töfrasprota eða í blandara þar til þykkt deig hefur myndast
Baka í 35–40 mínútur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna